atNorth mun opna tíunda gagnaver sitt í Finnlandi 2025 Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:49 Fyrirtækið atNorth rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum, þar af þrjú á Íslandi. Fram undan er svo opnun nýrra gagnavera í Helsinki í Finnlandi og svo í Danmörku á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2024, auk þess sem tíunda gagnaverið í Kouvola í Finnlandi verður tekið í notkun 2025. atNorth Félagið atNorth mun opna nýtt gagnaver í finnsku borginni Kouvola á seinni helmingi árs 2025. Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth. Finnland Orkumál Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth.
Finnland Orkumál Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent