atNorth mun opna tíunda gagnaver sitt í Finnlandi 2025 Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:49 Fyrirtækið atNorth rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum, þar af þrjú á Íslandi. Fram undan er svo opnun nýrra gagnavera í Helsinki í Finnlandi og svo í Danmörku á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2024, auk þess sem tíunda gagnaverið í Kouvola í Finnlandi verður tekið í notkun 2025. atNorth Félagið atNorth mun opna nýtt gagnaver í finnsku borginni Kouvola á seinni helmingi árs 2025. Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth. Finnland Orkumál Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth.
Finnland Orkumál Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent