Svíar í undanúrslit með stæl Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 17:55 Jamina Roberts fer framhjá Julia Behnke og Lisa Antl í leiknum í dag. Vísir/EPA Svíþjóð tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik með öruggum sigri á Þjóðverjum í viðureign þjóðanna í 8-liða úrslitum. Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum. Svíar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með því að lenda í efsta sæti síns milliriðils með tíu stig en Þjóðverjar voru jafnir Dönum að stigum í sínum riðli þar sem bæði lið enduðu með átta stig. Varnarleikur Svía í leiknum í dag var stórkostlegur. Þjóðverjar náðu ekki að skora mark fyrr en eftir rúmlega tíu mínútna leik en voru komnir með fjögur mörk eftir tuttugu mínútur. Þá var staðan 12-4 fyrir Svía. Staðan í hálfleik var 16-6 og sigur Svía svo gott sem í höfn. Þjóðverjar bitu reyndar frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Þýska liðið skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og minnkaði muninn í 22-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá var liðið búið að skora fjórum mörkum meira en það gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Þetta var hins vegar of lítið og of seint. Munurinn fór mest niður í fjögur mörk en Svíar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Lokatölur 27-20 og Svíar mæta hinu geysisterka franska liði í undanúrslitum. Linn Blohm, Nathalie Hagman, Olivia Mellegård og Jamina Roberts skoruðu allar fimm mörk fyrir Svía en markvörðurinn Johanna Bundsen var valinn maður leiksins enda lokaði hún markinu á köflum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Svíar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum með því að lenda í efsta sæti síns milliriðils með tíu stig en Þjóðverjar voru jafnir Dönum að stigum í sínum riðli þar sem bæði lið enduðu með átta stig. Varnarleikur Svía í leiknum í dag var stórkostlegur. Þjóðverjar náðu ekki að skora mark fyrr en eftir rúmlega tíu mínútna leik en voru komnir með fjögur mörk eftir tuttugu mínútur. Þá var staðan 12-4 fyrir Svía. Staðan í hálfleik var 16-6 og sigur Svía svo gott sem í höfn. Þjóðverjar bitu reyndar frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Þýska liðið skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og minnkaði muninn í 22-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá var liðið búið að skora fjórum mörkum meira en það gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Þetta var hins vegar of lítið og of seint. Munurinn fór mest niður í fjögur mörk en Svíar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn. Lokatölur 27-20 og Svíar mæta hinu geysisterka franska liði í undanúrslitum. Linn Blohm, Nathalie Hagman, Olivia Mellegård og Jamina Roberts skoruðu allar fimm mörk fyrir Svía en markvörðurinn Johanna Bundsen var valinn maður leiksins enda lokaði hún markinu á köflum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira