„Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. desember 2023 22:43 Maté Dalmay á ærið verkefni fyrir höndum á æfingum í jólafríinu Vísir/Anton Brink Eftir jafnan fyrri hálfleik í viðureign Grindavíkur og Hauka í Subway-deild karla var engu líkara en allur vindur væri úr gestunum í þeim seinni. Grindvíkingar kláruðu leikinn nokkuð örugglega og höfðu tæplega 20 stiga sigur, lokatölur í Smáranum 89-75. Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Haukar aðeins 14 stig og þar af skoraði Damier Pitts ellefu þeirra. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, sagði að liðið hans væri einfalda vanstillt þessa dagana. „Það koma alltof langir kaflar þar sem við erum ekki að ná að búa til neitt gott sóknarlega. Við lítum svolítið út eins og lið sem hefur bara ekkert æft saman sem er kannski raunin. Við erum búnir að vera að skipta mönnum út og erum á agalega vondum stað þegar kemur að boltaflæði.“ Pitts var allt í öllu hjá liðinu á löngum köflum en Maté þótti ekki mikið til þess koma í stóra samhenginu. „Pitts var fárveikur og mjög lélegur í fyrri hálfleik. Hann ætlaði greinilega að sanna sig í seinni hálfleik. Jú jú, hann setti fullt af einhverjum stigum en liðið í kringum hann einhvern veginn koðnaði niður og það beit okkur í rassinn fannst mér restina af leiknum.“ Bullandi villuvandræði settu strik í reikninginn Maté talaði um, bæði eftir síðasta leik og fyrir þennan, að hann þyrfti sennilega að gefa Pitts meiri hvíld, en endaði svo með hann aftur nánast í sama mínútufjölda og síðast, rúmum 35 mínútum. Það var þó kannski óumflýjanlegt þar sem Sigvaldi Eggertsson og Daniel Love fengu báðir fimm villur í kvöld. „Það hafði svolítil áhrif á mínúturnar hans að Sigvaldi, Daniel Love, Hugi og Okeke voru allir í bölvuðum villuvandræðum.“ Það var auðséð að innkoma David Okeke hafði jákvæð áhrif á Haukaliðið og færði þeim fleiri vopn í sókninni en Maté sagði að hann og Damier Pitts væru nokkuð langt frá því að vera á sömu blaðsíðu. „Damier Pitts og David Okeke hafa æft saman afar fáar æfingar. Hann náttúrulega dettur út um leið og Pitts mætir. Svo er hann bara nýbyrjaður að koma til baka og við erum að spila tvo leiki í þessari viku þannig að þetta er ekki búin að vera alvöru æfingaviku. Þannig að við lítum út eins og lið sem að hefur bara afar sjaldan æft saman og það er bara raunin.“ Nú er langt jólafrí framundan í deildinni en það er ljóst að Haukar þurfa að nýta það vel. Maté sagði að það væri ekki í kortunum að senda neinn í endanlegt frí. „Nei nei, ég er búinn að róta nóg í þessu. Við þurfum bara að læra að spila saman. Við erum með fullt af góðu leikmönnum í þessu liði.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum