Alls borguðu félög heimsins umboðsmönnum leikmanna 888 milljónir Bandaríkjadala í umboðslaun eða meira en 122,2 milljarða íslenskra króna.
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sagði frá þessu og þar kom fram að sumir umboðsmenn hafa grætt meira en tíu milljónir dollara á einum samningi skjólstæðinga sinna.
Agent service fees reach all-time high in 2023
— FIFA Media (@fifamedia) December 14, 2023
Clubs paid USD 888.1 million, the highest-ever amount and an increase of 42.5% on 2022
For the first time, clubs in women s professional football spend more than USD 1 million in agent service fees
https://t.co/rXflNYJ9Nf pic.twitter.com/q0AMfv0UHz
Það þýðir að umboðsmaður hefur fengið meira en milljarð inn á reikninginn sinn eftir að hafa klárað samning fyrir leikmann.
FIFA hefur reynt að ná tökum á þessum ofurgreiðslum til umboðsmanna en tapaði máli í London í síðasta mánuði sem snerist um að hámarka greiðslur til umboðsmanna.
Í samantekt FIFA kemur fram að ensku félögin eyddu mest í umboðslaun.
Umboðslaun hækkuðu um 42 prósent frá árinu 2022 en gamla metið frá 2019 voru 654 milljónir dollara. Þetta er því þriðjungshækkun á fyrra meti.
Í samantektinni var ekki sundurliðun á greiðslum til einstakra umboðsmanna en þar kom þó fram að í 224 tilfellum hafi umboðsmenn fengið meira en eina milljón dollara í sinni hlut eða 138 milljónir króna.
Í flestum samningum fengu umboðsmenn þó á bilinu tíu þúsund til hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern samning en það eru greiðslur á bilinu 1,4 milljónir til 13,8 milljónir íslenskra króna.
Record $888m spending on agents on international transfers in 2023 and the latest on FIFA s attempts to curb agent fees being blocked in England.@skybusinesslive with @iankingsky pic.twitter.com/MmRC3UZwlg
— Rob Harris (@RobHarris) December 14, 2023