Baldur kaupir félagsheimilið á Fellsströnd Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 07:47 Sigrún Birna Halldórsdóttir, Steinunn Helga Halldórsdóttir, Baldur Ingvarsson og Björn Bjarni Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, við undirritun kaupsamningsins. Aðsend La Dolce Vita ehf., félag í eigu Baldurs Ingvarssonar hefur fest kaup á félagsheimilinu að Staðarfelli á Fellsströnd af sveitarfélaginu Dalabyggð, Kvenfélaginu Hvöt og Ungmennafélaginu Dögun. Baldur hefur starfað sem staðarhaldari á Staðarfelli. Greint er frá kaupunum í tilkynningu. Þar segir að félagsheimilið að Staðarfelli hafi verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströndinni um áratugaskeið. „Kaupin fela meðal annars í sér að Ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd er heimiluð afnot af Félagsheimilinu að Staðarfelli til að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, félagsfundi og annað menningarstarf sveitarinnar hverju sinni í fullu samráði og samstarfi við nýjan eiganda. Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðsend Allir hlutaðeigendur hafa átt náin og góð samskipti varðandi viðskiptin og eru einhuga um samvinnu og samstarf til framtíðar. Það er öllum í hag að uppbygging svæðisins gangi sem best og félagsheimilið sé sjálfbær eining í rekstri. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar ritaði undir fyrir hönd Dalabyggðar á sólríkum föstudegi og óskaði nýjum eiganda velfarnaðar, gæfu og giftusemi. Samstaða ríkir í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi og falla þessi kaup vel að þeirri framtíðarsýn. Félagsheimilið Staðarfell á Fellsströnd.SSV Þess ber að geta að fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar rituðu undir systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað en foreldrar þeirra skrifuðu undir skjölin þegar félagsheimilið var stækkað árið 1960 og amma þeirra Steinunn Þorgilsdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar árið 1928 þegar samþykkt var að félagsheimilið yrði byggt en það var reist árið 1931,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Baldri Ingvarssyni, nýjum eiganda Staðarfells, að uppbygging Staðarfells sé langtíma sóknarverkefni sem þarfnist náinnar samvinnu og samstarfs við staðbundna verslun og þjónustu. „Kaupin á félagsheimilinu styðja við það einstaka samfélag sem fyrir er á Fellsströnd. Framundan eru gjöfulir tímar í endurgerð þessa fágæta og fallega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur. Dalabyggð Tengdar fréttir Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Greint er frá kaupunum í tilkynningu. Þar segir að félagsheimilið að Staðarfelli hafi verið miðpunktur og grundvöllur félagslífs á Fellsströndinni um áratugaskeið. „Kaupin fela meðal annars í sér að Ungmennafélaginu Dögun á Fellsströnd er heimiluð afnot af Félagsheimilinu að Staðarfelli til að halda þorrablót, kóræfingar, söngskemmtanir, félagsfundi og annað menningarstarf sveitarinnar hverju sinni í fullu samráði og samstarfi við nýjan eiganda. Baldur Ingvarsson og Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðsend Allir hlutaðeigendur hafa átt náin og góð samskipti varðandi viðskiptin og eru einhuga um samvinnu og samstarf til framtíðar. Það er öllum í hag að uppbygging svæðisins gangi sem best og félagsheimilið sé sjálfbær eining í rekstri. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar ritaði undir fyrir hönd Dalabyggðar á sólríkum föstudegi og óskaði nýjum eiganda velfarnaðar, gæfu og giftusemi. Samstaða ríkir í Dalabyggð um uppbyggingu á ferðaþjónustu og annarri atvinnustarfsemi og falla þessi kaup vel að þeirri framtíðarsýn. Félagsheimilið Staðarfell á Fellsströnd.SSV Þess ber að geta að fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar og Ungmennafélagsins Dögunar rituðu undir systurnar Sigrún Birna Halldórsdóttir og Steinunn Helga Halldórsdóttir frá Breiðabólsstað en foreldrar þeirra skrifuðu undir skjölin þegar félagsheimilið var stækkað árið 1960 og amma þeirra Steinunn Þorgilsdóttir fyrir hönd Kvenfélagsins Hvatar árið 1928 þegar samþykkt var að félagsheimilið yrði byggt en það var reist árið 1931,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Baldri Ingvarssyni, nýjum eiganda Staðarfells, að uppbygging Staðarfells sé langtíma sóknarverkefni sem þarfnist náinnar samvinnu og samstarfs við staðbundna verslun og þjónustu. „Kaupin á félagsheimilinu styðja við það einstaka samfélag sem fyrir er á Fellsströnd. Framundan eru gjöfulir tímar í endurgerð þessa fágæta og fallega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur.
Dalabyggð Tengdar fréttir Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. 28. september 2017 11:34
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent