Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. desember 2023 23:54 Foreldrar Hlyns Snæs sem lést aðeins sextán ára að aldri árið 2018. Vísir/Sigurjón Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs. Jól Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs.
Jól Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira