Vakta Grindavík vel áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:48 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira