Tuttugu hlutu ríkisborgararétt á síðasta þingfundinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 19:46 Alþingi er nú komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Alþingi veitti tuttugu manns ríkisborgararétt í dag, á síðasta þingfundi fyrir jól. Flestir þeirra koma frá Íran. Fimmtíu greiddu atkvæði með frumvarpinu og enginn gegn því. Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Þetta kemur fram í þingskjölum síðasta þingfundarins, sem lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Þar segir að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 127 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 154. löggjafarþings Alþingis. Nefndin lagði til að umsækjendum á 18 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni auk tveggja barna umsækjenda. Alþingi samþykkti frumvarpið með fimmtíu atkvæðum. Ellefu voru fjarstaddir og tveir greiddu ekki atkvæði. Flestir þeirra sem hlutu ríkisborgararétt voru frá Íran, eða sjö manns. Þá voru fjórir frá Afganistan, tveir frá Bandaríkjunum og Kósóvó og einn frá Palestínu, Túnis, Írak, Filippseyjum og Úkraínu. Sá elsti sem hlaut ríkisborgararétt er fæddur 1974 og sá yngsti er fæddur 2020. Meðalaldur þeirra sem hlutu ríkisborgararétt er 31 ár. Körfuboltakona í hópnum Í hópi þeirra tuttugu sem hlutu ríkisborgararétt er hin þrítuga Danielle Rodriguez, sem spilar körfubolta með Grindavík í Subway-deild kvenna. Ríkisborgararéttur Danielle þýðir að hún er nú gjaldgeng með íslenska landsliðinu. Vorið 2020 braut Dani blað í íslenskri körfuboltasögu, þegar tilkynnt var að hún yrði annar af aðstoðarþjálfurum Arnars Guðjónssonar hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira