Spútnikliðið tapaði en Magdeburg valtaði yfir Ljónin Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 20:09 Ómar Ingi átti góðan leik að venju. Mario Hommes/Getty Images Íslendingaliðið Melsungen tapaði dýrmætum stigum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði á útivelli gegn Wetzlar. Magdeburg vann risasigur í Íslendingaslag. Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen. Þýski handboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira
Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen.
Þýski handboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Sjá meira