Danir náðu bronsinu fyrir framan nefið á nágrönnunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 16:41 Það var hart barist í Herning í dag. Vísir/EPA Danir tryggðu sér rétt í þessu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir eins marks sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð. Danir töpuðu fyrir Norðmönnum í undanúrslitum en Svíar fyrir Frökkum. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en Danir komust í 5-1 í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur Svía var ekki eins öflugur og hann hefur oftast verið á mótinu og Danir áttu fremur auðvelt með að skora. Staðan í hálfleik var 18-15 Dönum í vil. Í síðari hálfleik vaknaði sænska vörnin. Danir fóru mikið í að hnoða boltanum en Svíum gekk engu að síður illa að minnka muninn að einhverju ráði. Þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá tókst Svíum loks að jafna og markvörðuinn Joanna Bundsen kom Svíum í 24-23 með marki yfir allan völlinn. Það dugði hins vegar ekki til. Danir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir. Þegar hálf mínúta var eftir voru Danir marki yfir og með boltann. Þær stilltu upp eftir aukakast og náðu að skora og tryggja sér þar með sigurinn. Sárabótamark Svía undir lokin hafði lítið að segja. Lokatölur 28-27 Dönum í vil sem fögnuðu bronsinu á heimavelli í Herning. Denmark win the bronze medal at #DENNORSWE2023, after prevailing against Sweden in a tight match The third place of the IHF Women's World Championship podium will be red and white for the second straight time #aimtoexcite pic.twitter.com/KCAvCyJrol— International Handball Federation (@ihf_info) December 17, 2023 HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Danir töpuðu fyrir Norðmönnum í undanúrslitum en Svíar fyrir Frökkum. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en Danir komust í 5-1 í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur Svía var ekki eins öflugur og hann hefur oftast verið á mótinu og Danir áttu fremur auðvelt með að skora. Staðan í hálfleik var 18-15 Dönum í vil. Í síðari hálfleik vaknaði sænska vörnin. Danir fóru mikið í að hnoða boltanum en Svíum gekk engu að síður illa að minnka muninn að einhverju ráði. Þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá tókst Svíum loks að jafna og markvörðuinn Joanna Bundsen kom Svíum í 24-23 með marki yfir allan völlinn. Það dugði hins vegar ekki til. Danir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir. Þegar hálf mínúta var eftir voru Danir marki yfir og með boltann. Þær stilltu upp eftir aukakast og náðu að skora og tryggja sér þar með sigurinn. Sárabótamark Svía undir lokin hafði lítið að segja. Lokatölur 28-27 Dönum í vil sem fögnuðu bronsinu á heimavelli í Herning. Denmark win the bronze medal at #DENNORSWE2023, after prevailing against Sweden in a tight match The third place of the IHF Women's World Championship podium will be red and white for the second straight time #aimtoexcite pic.twitter.com/KCAvCyJrol— International Handball Federation (@ihf_info) December 17, 2023
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira