„Við erum í villta vestrinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2023 21:31 Sigurður Hafþórsson er lögmaður Húseigendafélagsins. arnar halldórsson Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“ Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“
Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira