Fyrsta HM félagsliða með 32 liðum verður sumarið 2025 Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 23:01 Gianni Infantino forseti FIFA á blaðamannafundinum í Sádi Arabíu í dag. Vísir/Getty FIFA hefur staðfest að fyrsta 32-liða heimsmeistaramót félagsliða fari fram sumarið 2025 í Bandaríkjunum. Gagnrýnisraddar eru þegar á lofti vegna aukins álag á leikmenn. Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira