Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 12:25 Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, ásamt Guðmundi þegar samningurinn var handsalaður. Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Arnarlax var á dögunum kynntur sem nýr bakhjarl HSÍ og verður fyrirtækið með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sambandsins. Kvennalandsliðið hefur nýlokið keppni á HM og í janúar keppir karlalandsliðið á Evrópumótinu. Snorri Steinn Guðjónsson kynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í húsakynnum Arion banka í morgun. Við hlið Snorra sat Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Að loknum blaðamannafundi óskaði fréttamaður Stöðvar 2 eftir viðtali við Guðmund sem hafnaði viðtalinu. Hann sagðist vita hvert efni spurninganna væri og að hann ætlaði ekki að ræða þau mál. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt,“ sagði Guðmundur þegar tilkynnt var um samstarfið þann 22. nóvember. Arnarlax er eitt stöndugasta fyrirtæki landsins þegar kemur að laxeldi í sjó. Fyrirtækið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur vegna strokulaxa og lúsapestar í sjókvíum fyrirtækisins. Í nýlegri könnun Maskínu kom fram að 69 prósent landsmanna eru andvíg sjókvíaeldi og hefur andstæðingum þess farið fjölgandi undanfarin tvö ár. Fjölmargir hafa látið í sér heyra vegna nýja styrktaraðilans. Þeirra á meðal Bubbi Morthens, sem hefur farið mikinn sem andstæðingur sjókvíaeldis en Bubbi er mikill laxveiðimaður, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands og silfurverðlaunahafi frá í Peking 2008. „Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ sagði Guðmundur Þórður á Facebook-síðu sinni. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“ Ekki reyndist samstaða hjá HSÍ vegna málsins. Davíð Lúther Sigurðsson hætti í stjórn sambandsins og sendi formanninum tölvupóst. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. Þá vakti einnig athygli að HSÍ gerði nýlega styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst nýlega í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Guðmund formann undanfarnar vikur. Loks náðist á hann á blaðamannafundinum í morgun en þá hafnaði hann sem fyrr segir viðtali. Sjókvíaeldi HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Handbolti Fiskeldi Tengdar fréttir Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. 15. desember 2023 12:11 Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. 25. nóvember 2023 10:01 Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. 24. nóvember 2023 15:04 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ Sjá meira
Arnarlax var á dögunum kynntur sem nýr bakhjarl HSÍ og verður fyrirtækið með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sambandsins. Kvennalandsliðið hefur nýlokið keppni á HM og í janúar keppir karlalandsliðið á Evrópumótinu. Snorri Steinn Guðjónsson kynnti landsliðshópinn á blaðamannafundi í húsakynnum Arion banka í morgun. Við hlið Snorra sat Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Að loknum blaðamannafundi óskaði fréttamaður Stöðvar 2 eftir viðtali við Guðmund sem hafnaði viðtalinu. Hann sagðist vita hvert efni spurninganna væri og að hann ætlaði ekki að ræða þau mál. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt,“ sagði Guðmundur þegar tilkynnt var um samstarfið þann 22. nóvember. Arnarlax er eitt stöndugasta fyrirtæki landsins þegar kemur að laxeldi í sjó. Fyrirtækið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur vegna strokulaxa og lúsapestar í sjókvíum fyrirtækisins. Í nýlegri könnun Maskínu kom fram að 69 prósent landsmanna eru andvíg sjókvíaeldi og hefur andstæðingum þess farið fjölgandi undanfarin tvö ár. Fjölmargir hafa látið í sér heyra vegna nýja styrktaraðilans. Þeirra á meðal Bubbi Morthens, sem hefur farið mikinn sem andstæðingur sjókvíaeldis en Bubbi er mikill laxveiðimaður, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands og silfurverðlaunahafi frá í Peking 2008. „Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ sagði Guðmundur Þórður á Facebook-síðu sinni. „Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“ Ekki reyndist samstaða hjá HSÍ vegna málsins. Davíð Lúther Sigurðsson hætti í stjórn sambandsins og sendi formanninum tölvupóst. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. Þá vakti einnig athygli að HSÍ gerði nýlega styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst nýlega í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Guðmund formann undanfarnar vikur. Loks náðist á hann á blaðamannafundinum í morgun en þá hafnaði hann sem fyrr segir viðtali.
Sjókvíaeldi HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Handbolti Fiskeldi Tengdar fréttir Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. 15. desember 2023 12:11 Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. 25. nóvember 2023 10:01 Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. 24. nóvember 2023 15:04 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ Sjá meira
Banna Arnarlaxi að notast við „sjálfbærni“ í markaðssetningu Neytendastofa hefur bannað Arnarlaxi að notast fullyrðingar um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Fullyrðingarnar séu taldar villandi fyrir neytendur. 15. desember 2023 12:11
Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. 25. nóvember 2023 10:01
Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. 24. nóvember 2023 15:04