Lífeyrissjóðirnir töpuðu 815 milljörðum að sögn Gylfa Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 11:09 Gylfi Magnússon klórar sér í kolli vegna fréttar RÚV um tap lífeyrissjóða á árinu en þar er málið afgreitt með því að dengja fullyrðingu Þóreyjar S. Þórðardóttur í fyrirsögn. vísir/vilhelm Lífeyrissjóðirnir töpuðu talsvert miklu meiru en 200 milljörðum ef marka má Gylfa Magnússon prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir ljóst að þetta kalli á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda. Gylfi veltir fyrir sér frétt sem finna má á RÚV þar sem vitnað er í Þórey S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsamtaka lífeyrissjóða sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna sé nær tvö hundruð milljörðum. Er þessu teflt fram gegn fullyrðingum Ragnars Þórs Ingólfssonar formanni VR, sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna hafi numið 845 milljörðum króna. Svo er þessari fullyrðingu Þóreyjar bara sett í fyrirsögn og málið bara afgreitt þannig, segir Gylfi. Meðan það sé tiltölulega einfalt að sjá að ef raunávöxtun var 11,6% og heildareignir vel á sjöunda þúsund milljarðar, þá sé fyrri talan mun nær lagi. „Mér sýnist rétt svar vera u.þ.b. 815 milljarðar. 218 milljarða tapið er bara hluti sögunnar, það vantar rýrnun eigna vegna verðbólgu. Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá henni,“ segir Gylfi. Gylfi segir það hins vegar rétt sem Þórey segir að ef meta eigi árangur í eignastýringu þurfi að horfa til lengra tímabils en eins árs. Málið snúist bara ekki um það. „Árið 2022 var vont ár á eignamörkuðum en kom í kjölfar margra ágætra. Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er miklu betri en afleit afkoma árið 2022 gefur til kynna, sem betur fer. Endanlegar tölur fyrir 2023 liggja eðli máls skv. ekki fyrir en Seðlabankinn er búinn að birta tölur fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Þær geta ekki tilefni til bjartsýni, eignirnar rýrnuðu um 228 milljarða að raunvirði á þeim tíma. Það samsvarar líklega tapi upp á rúma 300 milljarða því að iðgjöld eru u.þ.b. 10 milljarðar á mánuði umfram lífeyrisgreiðslur.“ Þannig stefnir nú annað árið í röð í afar neikvæða raunávöxtun lífeyrissjóðanna sem kalli í einhverjum tilfellum á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda. Lífeyrissjóðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gylfi veltir fyrir sér frétt sem finna má á RÚV þar sem vitnað er í Þórey S. Þórðardóttur framkvæmdastjóra Landsamtaka lífeyrissjóða sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna sé nær tvö hundruð milljörðum. Er þessu teflt fram gegn fullyrðingum Ragnars Þórs Ingólfssonar formanni VR, sem fullyrðir að tap lífeyrissjóðanna hafi numið 845 milljörðum króna. Svo er þessari fullyrðingu Þóreyjar bara sett í fyrirsögn og málið bara afgreitt þannig, segir Gylfi. Meðan það sé tiltölulega einfalt að sjá að ef raunávöxtun var 11,6% og heildareignir vel á sjöunda þúsund milljarðar, þá sé fyrri talan mun nær lagi. „Mér sýnist rétt svar vera u.þ.b. 815 milljarðar. 218 milljarða tapið er bara hluti sögunnar, það vantar rýrnun eigna vegna verðbólgu. Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá henni,“ segir Gylfi. Gylfi segir það hins vegar rétt sem Þórey segir að ef meta eigi árangur í eignastýringu þurfi að horfa til lengra tímabils en eins árs. Málið snúist bara ekki um það. „Árið 2022 var vont ár á eignamörkuðum en kom í kjölfar margra ágætra. Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna til lengri tíma er miklu betri en afleit afkoma árið 2022 gefur til kynna, sem betur fer. Endanlegar tölur fyrir 2023 liggja eðli máls skv. ekki fyrir en Seðlabankinn er búinn að birta tölur fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Þær geta ekki tilefni til bjartsýni, eignirnar rýrnuðu um 228 milljarða að raunvirði á þeim tíma. Það samsvarar líklega tapi upp á rúma 300 milljarða því að iðgjöld eru u.þ.b. 10 milljarðar á mánuði umfram lífeyrisgreiðslur.“ Þannig stefnir nú annað árið í röð í afar neikvæða raunávöxtun lífeyrissjóðanna sem kalli í einhverjum tilfellum á lækkun lífeyrisgreiðslna og réttinda.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira