Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helena Rós Sturludóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 14:23 Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur er á Reykjanesskaganum. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu