Veður

Glit­ský gleðja Akur­eyringa

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Falleg og litrík glitský blöstu við Akureyringum í morgun.
Falleg og litrík glitský blöstu við Akureyringum í morgun. Bragi Guðnason

Björt og litrík glitský sáust vel á Akureyri í dag. Slík ský sjást einkum þegar kalt er í veðri um vetur við sólarupprás eða sólsetur.

Glitský myndast í heiðhvolfinu í fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð. Þau myndast þegar mjög kalt er í lofti og eru gerð úr ískristöllum. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands.

Glitský eru oft mjög litskrúðug.Bragi Guðnason

„Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að okkur sýnist það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju,“ segir í grein Vísindavefsins um fyrirbærið.

Glitský myndast þegar gríðarlega kalt er í heiðhvolfinu.Bragi Guðnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×