„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 08:31 Það var gaman hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í ÍBV liðinu þegar þeir fengu Axel Bigisson, aka BigSexy, til að skemmta í kveðjupartýi Dánjals Ragnarssonar. Vísir/Vilhelm Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy. Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum
ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira