Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 17:11 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Ráðuneyti hennar hefur úrskurðað að ákvarðanir MAST í máli nautgripabónda voru í samræmi við lög. Samsett Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum. Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Brot bóndans sneru öll að hreinleika væri ábótavant á dýrum og á legusvæði. Hann var ósáttur við að lagðar væru hann dagsektir vegna brota á lögum um dýravelferð vegna þess að hann ætlaði fljótlega að hætta mjólkurframleiðslu og mótmælti af þeim sökum. Fjallað er um málið á vef MAST. Bóndinn krafðist þess að dagsektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður. Þá sagði hann MAST ekki hafa gætt meðalhófs og hafa brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun en bóndinn kærði þá synjun til ráðuneytisins og sagði MAST hafa brotið á stjórnsýslulögum með dagsektunum. Innheimtu dagsektanna var síðar hætt þegar allar mjólkurkýr voru farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Ekki orðið við beiðnum um úrbætur Málið á sér nokkuð langan aðdraganda en það var fyrst í ágúst 2022 sem eftirlitsdýralæknir fór á bæinn eftir að mál bóndans hafði komið á borð þeirra. Honum hafði verið gefinn frestur til sumarsins til úrbóta. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að MAST hafi eftir það gert ítrekaðar athugasemdir við búskapinn og aðbúnað dýranna og gert kröfur um úrbætur en að bóndinn hafi ekki orðið við þeim. Þá er einnig bent á það í úrskurði að bóndinn hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til umráðamanna nautgripa um hreinlæti í reglugerð og að þeim stöðlum sem þar eru lagðar til hafi ekki verið fylgt. Eftir athugasemdir og óskir um úrbætur sem ekki var brugðist var ákvað MAST að leggja á dagsektir til að knýja á um úrbætur í þeim efnum. Í úrskurði segir að þeirri ákvörðun hafi verið langur aðdragandi og því standist það ekki að ekki hafi verið gætt að meðalhófi eins og bóndinn vildi meina í sinni kæru. Fylgdu öllum reglum „Kæranda var ítrekað veittur andmælaréttur og frestir til úrbóta, en úrbætur voru ekki gerðar eða þær ekki fullnægjandi. Til þess að reyna að knýja fram úrbætur lagði Matvælastofnun dagsektir á kæranda og telur ráðuneytið að slík ákvörðun hafi ekki gengið lengra en nauðsyn bar til enda er Matvælastofnun opinber eftirlitsaðili með frumframleiðslu matvæla… og opinber eftirlitsaðili með velferð dýra,“ segir í úrskurði. Þá segir ráðuneytið að það standist ekki að MAST hafi ekki fylgt rannsóknarskyldu stjórnvalda. Það sé ljóst að stofnunin hafi tryggt fullnægjandi rannsókn á málinu áður en ákvörðun um dagsektir hafi verið tekin. Þá er heldur ekki tekið undir sjónarmið um að brotið hafi verið á jafnræðisreglu því ekki sé hægt að sjá að stofnunin hafi gengið harðar fram gegn kæranda en öðrum í sambærilegum málum. Með tillit til þessa alls metur því ráðuneytið að ákvörðun MAST hafi verið lögmæt og að farið hafi verið að lögum.
Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira