Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 11:51 Arnar Gunnlaugsson hefur gert Víkinga að besta liði landsins en liðið vann tvöfalt í ár og varð Íslandsmeistari með yfirburðum. vísir/Sigurjón Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk. Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk.
Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira