Þetta herma heimildir fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að tveir drengjanna væru fundnir og hefðu verið færðir í umsjá barnaverndar. Þá hafi systir Eddu og lögmaður hennar verið handtekin.
Edda Björk flaug sonum sínum hingað til lands með einkaflugvél í mars á síðasta ári, þrátt fyrir að föður þeirra hefði verið dæmd forsjá í Noregi.
Edda var handtekin í síðasta mánuði og í kjölfarið flutt til Noregs, eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Hún hefur verið í Noregi síðan, þar sem nú fara fram réttarhöld yfir henni. Ákæruvaldið ytra krefst þess að hún verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi.