Höjlund nálgast þúsund mínútur án marks Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:45 Rasmus Höjlund bíður enn eftir fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. Getty Pressan eykst sífellt á Dananum unga Rasmus Höjlund sem enn á eftir að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Manchester United. Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira