„Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 10:45 Valdimar Smári Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins Allir með. Vísir Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir hér á landi. Börn sem þrá að tilheyra fá einfaldlega ekki þau tækifæri. Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sjá meira
Á þriðjudag var íþróttafólk ársins í röðum fatlaðra heiðrað við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Íþróttamaður ársins var Már Gunnarsson sundmaður og íþróttakona ársins var Sonja Sigurðardóttir, einnig sundkona. Valdimar Smári Gunnarsson verkefnastjóri Allir með hélt ræðu í tilefni verðlaunaafhendingarinnar en verkefnið Allir með snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Þar er staðan alvarleg en aðeins 4% grunnskólabarna með fötlun stunda íþróttir hjá íþróttafélagi samkvæmt félagsskráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ. „Verkefni okkar gengur svolítið út á það að ná til þessara barna því við teljum að fötluð börn eigi að byrja að æfa íþróttir á sama aldri og ófötluð. Það á bara að vera venja hér á Íslandi að þannig sé það en þannig er það ekki í dag,“ sagði Valdimar Smári í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. „Allt of fá íþróttafélög eru að bjóða upp á þjálfun fyrir fötluð börn, það eru bara örfá. Það eru nokkur félög sem eru að gera mjög góða hluti og sýna okkur að þetta er alveg hægt. Við getum alveg gert þetta og náð alveg stórkostlegum árangri. Verkefni mitt gengur út á það að fara og hitta íþróttafélögin og hvetja þau til að fara af stað og bjóða upp á þjálfun í alls konar íþróttagreinum. Til þess að hvetja félögin höfum við sett á laggirnar ákveðinn hvatasjóð sem þau félög sem ætla að fara af stað með þjálfun fyrir fatlaða geta sótt um styrk. Styrk sem nemur því að borga laun þjálfara fyrsta árið.“ Einungis tvö hundruð börn með fötlun á aldrinum 6-17 ára hér á landi stunda íþrótt hjá íþróttafélagi. Stefán segist ímynda sér að skortur á hreyfingu hafi víðtæk áhrif. „Ég veit ekki tölur um það en ég ímynda mér það því við vitum að hreyfing hefur mjög góð áhrif á andlega líðan. Líka bara það að fólk einangrist ekki heima heldur umgangist annað fólk og verði meðal jafnaldra. Þess vegna er svo mikilvægt að við náum þessum krökkum á hreyfingu.“ Klippa: Allt of fá börn með fötlun stunda íþróttir
Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sjá meira