Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. desember 2023 16:04 Ívar kveðst spenntur að halda jólin innilokaður á Flateyri. vísir Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney. Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær, sem tók gildi á miðnætti. Eins og sést frá myndum úr Bolungarvík í morgun geisar norðanstormur og hríð á svæðinu. Snjóflóð féll um Eyrarhlíð í gær, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, og veginum lokað í kjölfarið. Óvissustigi var svo einnig lýst yfir á Norðurlandi í morgun; snjóflóð féll ofan Siglufjarðar í nótt og tvö flóð fóru yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi, veginum hefur verið lokað. Veðurstofan telur þó hvergi hættu steðja að í byggð. Halda jól innilokuð Öllum helstu vegum á Vestfjörðum hefur einnig verið lokað eða þeir ófærir, eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar. Varaformaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var staddur í snjómokstursbíl þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Ég ákvað að stinga í gegnum hringinn svokallaða á Flateyri, svo fólk komist um, komist í jólasundið,“ segir Ívar. Ívar segir Vestfirðinga almennt rólega yfir snjóflóðahættunni, fólk hafi ekki áhyggjur af stöðunni enn þá. Veður sé þó sannarlega slæmt og alls ekki ráðlegt að vera á ferðinni. „Það gerir blint á milli og ekkert ferðaveður þannig það er ekkert verið að moka. Flateyrarvegi var lokað í gær klukkan ellefu vegna þess. Þannig að við erum bara föst á Flateyri.“ En hvernig er að halda jól svona innilokuð? „Mér finnst það eiginlega bara geggjað, að veðrið sé bara slæmt, þá getur maður bara verið inni í rólegheitunum í friði.“ Áfram óvissustig Jón Þór Víglundsson segir daginn hafa verið heldur rólegan, þó að sinna hafi þurft ófærðaraðstoð hér og þar. Meðal í Vatsndal og við Bolungarvíkurgöng. Heppilegt sé að fáir séu ár ferli á þessum tíma árs. Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu á Snæfellsnesi í gær þegar rúta með tuttugu innanborðs hafnaði utanvegar. Allir sluppu ómeiddir. Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi á vesturhluta landsins en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. Svipuð staða er á snjóflóðahættu að sögn Minneyjar Sigurðardóttur ofanflóðasérfræðingi hjá Veðurstofunni. „Það hefur ekki skapast meiri hætti við byggð, það eru nokkrir staðir á dreifbýli sem við erum að fylgjast náið með. Mesta hættan er til fjalla og vegum í hlíðum.“ „Það verður engin aflétting í dag á óvissustigi,“ segir Minney.
Jól Ísafjarðarbær Veður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira