Parasite-leikarinn Lee Sun-kyun látinn Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2023 06:07 Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Getty Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Hann varð 48 ára að aldri. Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira