Fótbolti

Brentford stein­lá á heima­velli gegn Úlfunum

Siggeir Ævarsson skrifar
Hwang Hee-Chan skoraði tvö í kvöld
Hwang Hee-Chan skoraði tvö í kvöld

Hvorki gengur né rekur hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Wolves.

Gestirnir komust í 0-2 á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks. Mario Lemina skoraði fyrsta mark leiksins og strax í kjölfarið tvöfaldaði Hwang Hee-Chan forskotið en aðeins 80 sekúndur liðu á milli markanna.

Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar. Þar var að verki Yoana Wissa sem skoraði af harðfylgi í teignum. Þrjú mörk á þremur mínútum.

Hwang Hee-Chan var þó ekki á þeim buxunum að hleypa Brentford of langt inn í leikinn og breytti stöðunni í 1-3 en þetta var 10. markið hans í deildinni í vetur.

Heimamenn fóru illa með færin sín í kvöld og náðu ekki að koma boltanum aftur í netið en á 79. mínútu gerði Jean-Ricner Bellegarde endanlega út um leikinn.

Lokatölur í Brentford í kvöld 1-4 og heimamenn sogast nær og nær fallbaráttunni, aðeins fjórum stigum frá Luton sem eru í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×