Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2023 15:32 Sigurgeir Brynjar framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurgeirs Brynjars sem birtist á Eyjamiðlinum Tígli. Tilefnið er yfirlýsing skipstjóra- og stýrimannafélagins Verðanda þar sem lýst er yfir „vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvarinnar“ vegna starfsloka skipstjórnarmannanna á Hugin VE-55. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum í lok nóvember vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri Hugins VE hafnaði á vatnslögninni. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Guðmundur Ingi Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjórar sem skiptust á að gegna hlutverki skipstjóra og stýrimanns á túrum Hugins, voru í brúnni þegar akkerið olli skemmdunum. Samið var við þá um starfsflok eftir innanhússskoðun Vinnslustöðvarinnar. Vegið að mönnum fyrir sjópróf Skiptar skoðanir voru í Eyjum á starfslokunum. Aðalfundur skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, var haldinn þann 20. desember. Á fundinum var samþykkt ályktun vegna brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55 og var hún birt á vef Tíguls í gær. „Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55. Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma komi. Ef fram fer sem horfir teljum við að um prófmál sé að ræða þar sem útgerð geti varpað allri ábyrgð vegna óhappa eða slysa á hendur skipstjórnarmönnum þó svo að jafnvel geti verið um vanrækslu útgerðar á viðhaldi skips að ræða. Með þessu er vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna okkar,“ sagði í ályktuninni. Öryggisloki opinn í sex vikur fyrir óhappið Sigurgeir Brynjar svaraði ályktuninni með yfirlýsingu í dag. Þar segir að skoðun Vinnslustöðvarinnar hafi leitt í ljós að öryggisloki akkerisins, sem komi í veg fyrir að akkeri falli ef bremsa á spili sé losuð, hafi verið opin í sex vikur áður en óhappið varð. Lokinn hafi verið prófaður eftir atvikið og reynst í fullkomnu lagi. „Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar og vísar til Guðmundar og Gylfa. Þá hafi komið í ljós að um var að ræða annað skiptið á tveimur árum sem akkeri tapaðist af Hugin. „Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig.“ Þá skipti sjópróf ekki máli þegar komi til álita hvort menn haldi störfum sínum eða ekki. „Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég.“ Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. 1. Skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr öryggismyndavélum leiddi í ljós að öryggisloki (keðjustoppari) akkeris Hugins, sem kemur í veg fyrir að akkeri falli ef bremsa á spili er losuð, hafði verið opinn í sex vikur áður en óhappið varð í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17. nóvember 2023. 2. Spil og öryggisloki/keðjustoppari hafa verið prófuð eftir atvikið. Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinni. 3. Í ljós hefur komið að um var að ræða annað skiptið á tveimur árum þar sem akkeri tapaðist af Hugin. Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig. 4. Sjópróf vegna atviksins eru ákveðin 30. janúar 2024. Sjópróf eru skýrslutökur fyrir dómi til að varpa ljósi á aðdraganda og afleiðinga atviksins sem tjónþolar hafa óskað eftir. Sjópróf koma því ekki til álita þegar fjallað er um afleiðingar á borð við þær hvort menn haldi störfum sínum eða ekki. Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég. Stjórn Verðanda hefur ekki óskað eftir fundi með mér eða aflað upplýsinga frá Vinnslustöðinni hf. vegna atviksins. Í því ljósi sætir þessi ályktun félagsins furðu. Ég er reiðubúinn til að hitta stjórn Verðanda hvenær sem er og fara yfir málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurgeirs Brynjars sem birtist á Eyjamiðlinum Tígli. Tilefnið er yfirlýsing skipstjóra- og stýrimannafélagins Verðanda þar sem lýst er yfir „vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvarinnar“ vegna starfsloka skipstjórnarmannanna á Hugin VE-55. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum í lok nóvember vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri Hugins VE hafnaði á vatnslögninni. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Guðmundur Ingi Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjórar sem skiptust á að gegna hlutverki skipstjóra og stýrimanns á túrum Hugins, voru í brúnni þegar akkerið olli skemmdunum. Samið var við þá um starfsflok eftir innanhússskoðun Vinnslustöðvarinnar. Vegið að mönnum fyrir sjópróf Skiptar skoðanir voru í Eyjum á starfslokunum. Aðalfundur skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, var haldinn þann 20. desember. Á fundinum var samþykkt ályktun vegna brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55 og var hún birt á vef Tíguls í gær. „Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55. Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma komi. Ef fram fer sem horfir teljum við að um prófmál sé að ræða þar sem útgerð geti varpað allri ábyrgð vegna óhappa eða slysa á hendur skipstjórnarmönnum þó svo að jafnvel geti verið um vanrækslu útgerðar á viðhaldi skips að ræða. Með þessu er vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna okkar,“ sagði í ályktuninni. Öryggisloki opinn í sex vikur fyrir óhappið Sigurgeir Brynjar svaraði ályktuninni með yfirlýsingu í dag. Þar segir að skoðun Vinnslustöðvarinnar hafi leitt í ljós að öryggisloki akkerisins, sem komi í veg fyrir að akkeri falli ef bremsa á spili sé losuð, hafi verið opin í sex vikur áður en óhappið varð. Lokinn hafi verið prófaður eftir atvikið og reynst í fullkomnu lagi. „Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar og vísar til Guðmundar og Gylfa. Þá hafi komið í ljós að um var að ræða annað skiptið á tveimur árum sem akkeri tapaðist af Hugin. „Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig.“ Þá skipti sjópróf ekki máli þegar komi til álita hvort menn haldi störfum sínum eða ekki. „Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég.“ Yfirlýsinguna í heild má sjá að neðan. 1. Skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr öryggismyndavélum leiddi í ljós að öryggisloki (keðjustoppari) akkeris Hugins, sem kemur í veg fyrir að akkeri falli ef bremsa á spili er losuð, hafði verið opinn í sex vikur áður en óhappið varð í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17. nóvember 2023. 2. Spil og öryggisloki/keðjustoppari hafa verið prófuð eftir atvikið. Reyndist hvoru tveggja í fullkomnu lagi og héldu akkeri á sínum stað. Réttur frágangur og eftirlit með öryggisbúnaði um borð í skipi er á ábyrgð skipstjóra hverju sinni. 3. Í ljós hefur komið að um var að ræða annað skiptið á tveimur árum þar sem akkeri tapaðist af Hugin. Á því atviki hafa hvorki fengist skýringar né hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við, til að mynda með reglulegu eftirliti til að fyrirbyggja að svona nokkuð endurtæki sig. 4. Sjópróf vegna atviksins eru ákveðin 30. janúar 2024. Sjópróf eru skýrslutökur fyrir dómi til að varpa ljósi á aðdraganda og afleiðinga atviksins sem tjónþolar hafa óskað eftir. Sjópróf koma því ekki til álita þegar fjallað er um afleiðingar á borð við þær hvort menn haldi störfum sínum eða ekki. Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég. Stjórn Verðanda hefur ekki óskað eftir fundi með mér eða aflað upplýsinga frá Vinnslustöðinni hf. vegna atviksins. Í því ljósi sætir þessi ályktun félagsins furðu. Ég er reiðubúinn til að hitta stjórn Verðanda hvenær sem er og fara yfir málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent