„Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 19:13 Guðmundur Steinar segir skaðann af flugeldum geta numið hundruðum milljóna Vísir/Samsett Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Gróðurhús hreinlega springi Guðmundur segir að úrgangur flugelda, hattar og prik, geti virkað eins og hnífar á plastþekjur gróðurhúsa á leið sinni niður. Aðeins eitt gat af völdum flugelda geti valdið því að húsin hreinlega springi í roki og óveðri með tilheyrandi tjóni. „Þetta hefur komið fyrir í hverju ári.. Þá þarf maður að plástra einhverju í þetta til þess að vindurinn nái ekki að rífa í þetta. En stundum sér maður þetta ekki vegna þess að þetta getur verið hárfínt gat. Og þá þegar það gerir vont veður nær vindurinn að rífa í þetta og þá rifnar þekjan og þá bara springa húsin,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Fólk taki tillit Hann segir jafnframt að slíkt atvik hafi átt sér á Reykholtssvæðinu fyrir tæpum tveimur árum og að þá hafi tvö gróðurhús sprungið og annað lagst alveg flatt. Hann segir að það hafi valdið kostnaði sem nam mörghundruð milljónum króna. „Þetta má vekja fólk aðeins til umhugsunar. Maður skilur alveg að fólk vill skjóta upp flugeldum þetta er fullkomlega eðlilegt á þessum árstíma. Bara að fólk taki aðeins tillit til þess hvar það er að skjóta þessu upp og líka ef vindáttin stendur þannig að flugeldarnir fari í áttina að gróðurhúsum að fólk hafi varann á,“ segir Guðmundur. Hann segir að þó hann skilji fullkomlega að fólk vilji skjóta upp flugeldum um áramótin sé betur farið með aurinn að styrkja björgunarsveitina beint með peningaframlögum. Flugeldar Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Gróðurhús hreinlega springi Guðmundur segir að úrgangur flugelda, hattar og prik, geti virkað eins og hnífar á plastþekjur gróðurhúsa á leið sinni niður. Aðeins eitt gat af völdum flugelda geti valdið því að húsin hreinlega springi í roki og óveðri með tilheyrandi tjóni. „Þetta hefur komið fyrir í hverju ári.. Þá þarf maður að plástra einhverju í þetta til þess að vindurinn nái ekki að rífa í þetta. En stundum sér maður þetta ekki vegna þess að þetta getur verið hárfínt gat. Og þá þegar það gerir vont veður nær vindurinn að rífa í þetta og þá rifnar þekjan og þá bara springa húsin,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Fólk taki tillit Hann segir jafnframt að slíkt atvik hafi átt sér á Reykholtssvæðinu fyrir tæpum tveimur árum og að þá hafi tvö gróðurhús sprungið og annað lagst alveg flatt. Hann segir að það hafi valdið kostnaði sem nam mörghundruð milljónum króna. „Þetta má vekja fólk aðeins til umhugsunar. Maður skilur alveg að fólk vill skjóta upp flugeldum þetta er fullkomlega eðlilegt á þessum árstíma. Bara að fólk taki aðeins tillit til þess hvar það er að skjóta þessu upp og líka ef vindáttin stendur þannig að flugeldarnir fari í áttina að gróðurhúsum að fólk hafi varann á,“ segir Guðmundur. Hann segir að þó hann skilji fullkomlega að fólk vilji skjóta upp flugeldum um áramótin sé betur farið með aurinn að styrkja björgunarsveitina beint með peningaframlögum.
Flugeldar Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira