Úr Bundesligunni á Ísafjörð: „Einstakt tækifæri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2023 08:01 Jonas Maier hefur leikið með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen, Lemgo og Hamburg í Bundesliga. Handball World Þýskur handboltamarkvörður sem hefur leikið í deild þeirra bestu í heimalandinu flytur búferlum til Ísafjarðar í janúar til að leika með Herði í næstefstu deild á Íslandi. Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira