„Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. desember 2023 07:00 Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti en hann er dyggur stuðningsmaður Manchester United. Vísir/Getty Hinn 16 ára Luke Littler hefur heldur betur stolið senunni í Alexandra Palace á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Unglingurinn ætlar að skella sér á Old Trafford þegar mótinu lýkur og vonast til að geta látið gott af sér leiða. Heimsmeistaramótið í pílukasti er í fullum gangi í Alexandra Palace í London þessa dagana. Margar stórstjörnur hafa látið ljós sitt skína en óvæntasta stjarnan er án efa hinn 16 ára gamli Luke Littler sem er kominn áram í 16-manna úrslit. Littler hefur fengið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um hann. Móðir hans birti meðal annars mynd á samfélagsmiðlinum X nú um jólin þar sem Littler sást sitja fyrir framan jólatréð að opna jólagjöfina sína. Just a 16 year old opening his prezzys pic.twitter.com/ms1bvCFlbE— Lisa Littler (@LisaLittler3) December 25, 2023 Ein jólagjöf Littler gladdi hann meira en aðrar. Hann er nefnilega mikill stuðningsmaður Manchester United og fær að heimsækja Old Trafford á nýju ári. „Ég fékk dót fyrir Xbox tölvuna mína, fjarstýringu og gjafabréf og síðan tvo miða í skoðunarferð um Old Trafford. Þannig að ég fer þangað eftir heimsmeistaramótið,“ sagði Littler í viðtali. „Ég hef aldrei farið í skoðunarferðina áður. Ég hef séð nokkra leiki þar,“ bætti Littler við. Þegar síðan var nefnt við hann að hann gæti mögulega heimsótt Old Trafford með heimsmeistarabikarinn í farteskinu þá glotti hann. „Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar,“ en gengi United hefur verið brösugt síðustu misserin. Pílukast Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti er í fullum gangi í Alexandra Palace í London þessa dagana. Margar stórstjörnur hafa látið ljós sitt skína en óvæntasta stjarnan er án efa hinn 16 ára gamli Luke Littler sem er kominn áram í 16-manna úrslit. Littler hefur fengið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um hann. Móðir hans birti meðal annars mynd á samfélagsmiðlinum X nú um jólin þar sem Littler sást sitja fyrir framan jólatréð að opna jólagjöfina sína. Just a 16 year old opening his prezzys pic.twitter.com/ms1bvCFlbE— Lisa Littler (@LisaLittler3) December 25, 2023 Ein jólagjöf Littler gladdi hann meira en aðrar. Hann er nefnilega mikill stuðningsmaður Manchester United og fær að heimsækja Old Trafford á nýju ári. „Ég fékk dót fyrir Xbox tölvuna mína, fjarstýringu og gjafabréf og síðan tvo miða í skoðunarferð um Old Trafford. Þannig að ég fer þangað eftir heimsmeistaramótið,“ sagði Littler í viðtali. „Ég hef aldrei farið í skoðunarferðina áður. Ég hef séð nokkra leiki þar,“ bætti Littler við. Þegar síðan var nefnt við hann að hann gæti mögulega heimsótt Old Trafford með heimsmeistarabikarinn í farteskinu þá glotti hann. „Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar,“ en gengi United hefur verið brösugt síðustu misserin.
Pílukast Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira