„Tæknin er ekki nægilega góð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 22:44 Arteta einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta hafði ekki miklar áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir tapið gegn West Ham í kvöld. Hann sagði lið Arsenal vera á góðum stað. West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“ Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18