Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Jón Þór Stefánsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. desember 2023 11:45 „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi,“ segir Guðrún um fyrirhugaðan varnargarð. Vísir/Ívar Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. „Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira