Segja Ingu og Flokk fólksins bara víst eiga heiðurinn Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 14:03 Inga og Flokkur fólksins segja það bara víst hafa verið svo að Inga hafi rekið málið, þó þakka megi hinum flokkunum í stjórnarandstöðunni hjálpina. vísir/vilhelm Upp er risin sérkennileg deila sem varðar tiltölulega flókna lagasetningu sem miðar að því að ellilífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis njóti eftir sem áður persónuafsláttar. Málið snýst um hverjum ber að þakka, hver eigi heiðurinn. Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“ Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá Flokki fólksins þar sem ítrekað er að ef ekki væri fyrir Ingu Sæland og Flokk fólksins væri það nú orðið að lögum að ellilífeyrisþegar nytu ekki lengur persónuafsláttar sem frádrátts af staðgreiðslu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Í fréttinni kemur fram að Inga Sæland sé að beita sér og ætli að vaða í það strax í dag; að þetta væri á misskilningi byggt milli skattayfirvalda og TR. „Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1.jan. 2025.“ Inga að eigna sér heiður sem er ekki bara hennar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, taldi Ingu þarna vera að slá ódýrar pólitískar keilur. „Það er því dapurt að sjá Ingu eigna sér eina þessa breytingu. Einnig, um leið og þessi skilaboð um persónuafsláttinn birtust opinberlega bað fulltrúi Pírata í þingnefndinni nefndina um að láta skattinn vita af breytingunum sem höfðu verið gerðar,“ sagði Björn Leví á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að Samfylking og Píratar hafi beitt sér í málinu með fullum stuðningi Viðreisnar og Miðflokks. Flokkur fólksins er hins vegar ekki til í að sleppa takinu af þessu máli og þessum heiðri svo auðveldlega. „Það var Flokkur fólksins sem tók utan um umsögn ÖBÍ og fylgdi henni eftir. Það var Inga Sæland sem vakti athygli þingheims á málinu og kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd myndi funda sérstaklega um þessa breytingu. Það var Flokkur fólksins sem lagði fram breytingartillögu um að fella þetta ákvæði úr frumvarpinu,“ segir í tilkynningu flokksins af þessu tilefni. Inga þakkaði stjórnarandstöðunni hjálpina Þar segir jafnframt að breytingartillagan hafi verið kölluð aftur eftir að samkomulag náðist um að fresta gildistöku ákvæðisins um eitt ár. „Það voru greidd atkvæði um greinina sjálfa við 2. umræðu þar sem Píratar voru á gulu.“ Í tilkynningunni segir að vissulega hafi stjórnarandstaðan verið samtaka í að pressa á meirihlutann um að fresta gildistökunni „og eiga Píratar, Samfylking og Viðreisn þar miklar þakkir skildar“. Enda þakki Inga stjórnarandstöðunni fyrir hjálpina þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu við Bandorminn svokallaða laugardaginn 16. desember. En … „án Ingu og Flokks fólksins væri þetta nú þegar orðið að lögum, það er staðreyndin í málinu, burtséð frá öllum meintum pólítískum keilum sem virðist helsta áhyggjuefni háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar.“
Flokkur fólksins Píratar Lífeyrissjóðir Félagsmál Eldri borgarar Íslendingar erlendis Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira