Ingibjörg bar þremur kálfum á Tannstaðabakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2023 20:30 Þrífkelfingar voru að koma i heiminn á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði, sem er mjög sjaldgæft að gerist. Á búinu eru um 50 kýr og 190 nautgripir í heildina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Ingibjörg á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði gerði sér lítið fyrir í vikunni og bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Aðeins einn kálfur var lifandi, annað nautið. „Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira