Óvinsældir Bjarna sláandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 19:55 Eiríkur segir óvinsældir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra sláandi. Vísir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi. Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21