Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 10:11 Jólahátíðin getur verið erfiður tími fyrir sumar fjölskyldur. vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins. Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins.
Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00