Hann skrifaði í gær undir átján mánaða samning við Villarreal eftir að hafa misst samning sinn hjá Besiktas í Tyrklandi.
Bailly var einn fimm leikmanna sem Besiktas setti til hliðar vegna lélegrar frammistöðu og að gefa ekkert aftur til liðsins. Það mál vakti gríðarlega athygli.
Bailly náði aðeins að spila átta sinnum fyrir Besiktas en er líklega feginn að vera laus miðað við það sem á undan var gengið.
Hann var í herbúðum Villarreal á árunum 2015 og 2016 og veit því nokkurn veginn að hverju hann gengur þar.