Gengi Newcastle hefur verið arfaslakt upp á síðkastið en liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og féll liðið úr Meistaradeildinni einnig um miðjan desember.
„Við höfum átt nokkra sársaukafulla leiki gegn Liverpool síðustu árin. Á síðasta tímabili á Anfield var sérstaklega sársaukafullur en á þessu tímabili á okkar heimavelli var hann í raun ekkert minna sársaukafullur,“ byrjaði Howe að segja.
„En það jákvæða í báðum þessum leikjum var það að við spiluðum vel og gáfum Liverpool alvöru leik.“
„Við þurfum að gera það sama í þessum leik, við þurfum að spila nánast fullkominn leik. Þeir hafa spilað virkilega vel á heimavelli og verið mjög stöðugir og þess vegna verður þetta erfitt. Við þurfum að finna okkar besta form og verðum að vera sterkir andlega,“ endaði Eddie Howe að segja.