Fyrir leikinn var Blackburn í sextánda sæti deildarinnar með 31 stig á meðan mótherjar þeirra í Rotherdam voru í neðsta sætinu.
Arnór skoraði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu eftir að boltinn barst til hans inn á teig eftir darraðadans.
Liðsmenn Rotherdam náðu þó að jafna leikinn áður en flautað var til hálfleiks og var það Sean Morrison sem skoraði markið á 31. mínútu eftir undirbúning frá Sam Clucas.
Blackburn náði forystunni aftur strax í byrjun seinni hálfleiks á 46. mínútu og var það Sammie Szmodics sem skoraði markið.
Allt stefndi í sigur Blackburn þar til á 82. mínútu þegar Tom Eaves skoraði og jafnaði metin í 2-2. Það reyndust lokatölur leiksins en eftir leikinn er Blackburn með 32 stig í sautjánda sætinu.