Veit loksins hvers virði hann er Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2024 19:00 Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. Vísir Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið. „Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson. Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Þetta var mjög fínt. Ég bara hef ekki orð, trúi ekki eigin augum.“ Svona lýsti Reynir Pétur tilfinningunni sem fylgdi því að vera sæmdur fálkaorðunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi átti hann erfitt með að leyna tilfinningum sínum, enda um stórviðburð að ræða. „Ég held þetta hafi komið því ég hef gert svo margt fyrir staðinn, Sólheima, og svo náttúrulega gangan mín.“ Gangan sem Reynir vísar til er afrek hans árið 1985 þegar hann gekk hringinn í kringum landið og safnaði áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti hann athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Reynir Pétur ásamt forsetahjónunum og þeim þrettán öðrum sem einnig voru sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.Vísir/Margrét Björk „Þetta gaf mér svo mikið, að fara gönguna, ekki bara að rjúfa múrinn, en að sjá landslagið, landið mitt. Þú sérð það mikið betur á eigin fótum heldur en en í bíl,“ segir Reynir. „Það er eiginlega gjöf sem ég fékk, að hafa fengið tækifæri til að fara hringinn.“ Vonast eftir kraftaverkaári Reynir segist hafa verið þjáður af minnimáttarkennd þegar hann var yngri. Viðurkenningin í dag hafi því komið sér ákaflega vel. „Ég er eiginlega bara hálf klökkur. Þetta er bara ágætt. Ég hef oft verið að hugsa „hvers virði er ég?“ og svarið er komið núna.“ Eins og ég segi er ég gráti næst, ég er mjög ánægður með þetta. Aðspurður um hvað sé framundan á nýju ári segir Reynir Pétur það verða að koma í ljós. Reynir Pétur ásamt Guðna Th, forseta Íslands í sumar, við styttu af Reyni sem var búin til í tengslum við Íslandsgöngu hans fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. Vísir/Magnús Hlynur „Ég vona að þetta verði kraftaverkaár. Það sem ég vil er að biðja fyrir öllum í heiminum. Það er nógu mikið óhreint í heiminum, ég vil bara biðja um stóran frið yfir allan heiminn. Það sem er að þjaka, bæði stríð, misnotkun og misþyrmingar, nefndu það. Allt getur batnað svo það verði glitrandi hreint, silfur sem gull,“ segir fálkaorðuhafinn Reynir Pétur Ingvarsson.
Fálkaorðan Tímamót Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48 Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2024 14:48
Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20. september 2023 20:06