Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 06:32 Hingað til hefur Rauði krossinn safnað fötum á grenndarstöðvum SORPU og víðar. Rauði krossinn Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira