Liverpool setti xG-met gegn Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2024 14:30 Curtis Jones á eitt 35 skota Liverpool í leiknum gegn Newcastle United. getty/Jan Kruger Liverpool setti met yfir flest vænt mörk (xG) þegar liðið sigraði Newcastle United, 4-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Mohamed Salah skoraði tvö mörk og Curtis Jones og Cody Gakpo sitt markið hvor þegar Rauði herinn lagði Skjórana að velli. Með sigrinum náði Liverpool þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool var í miklum sóknarhug í leiknum á Anfield í gær. Strákarnir hans Jürgens Klopp áttu 34 skot í leiknum, þar af fimmtán á markið. Liverpool var með 7,27 vænt mörk (xG) í leiknum sem er það mesta síðan byrjað var að taka þessa tölfræði saman í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010-11. Vænt mörk segja til um hversu mörg mörk lið „ætti“ að skora miðað við hversu góð færi það skapar. 1 - With an Expected Goals figure of 7.27 this evening, Liverpool recorded the highest xG total on record (since 2010-11) in a single Premier League game. Bombarded. pic.twitter.com/a0Fy24HHGz— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2024 Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Martin Dúbravka besti leikmaður Newcastle í leiknum en hann hafði nóg að gera og varði fjölda skota Liverpool-manna. Þeim tókst þó að koma boltanum í fjórgang framhjá Slóvakanum. Liverpool hefur skorað 43 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri (45). Salah er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland hjá City en þeir hafa báðir skorað fjórtán mörk. Auk þess hefur Salah lagt upp átta mörk. Næsti leikur Liverpool er gegn Arsenal í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Næsti deildarleikur Rauða hersins er gegn Bournemouth á útivelli 21. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31 Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Sérfræðingarnir saka Liverpool manninn um leikaraskap Diogo Jota fiskaði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og margir sérfræðingar sökuðu hann í kjölfarið um leikaraskap. 2. janúar 2024 09:31
Myndatökumaðurinn kom Jürgen Klopp til bjargar Fögnuður Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir sigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi breyttist snögglega í andstöðu sína þegar hann týndi giftingarhringnum sínum. 2. janúar 2024 08:01