„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:45 Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt sem eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna. Rauði krossinn Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Hingað til hefur Rauði krossinn safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu. Líkt og Vísir greindi frá í morgun kveða ný lög á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum og Sorpa muni því taka við söfnuninni. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins, segir breytingarnar koma ágætlega við sig. „Já það gerir það, því vissulega höfum við verið að sinna grenndarstöðvum en nú er orðin kvöð að hafa fatasöfnunargáma á öllum grenndarstöðum. Það er bara of mikið fyrir okkur. Við erum náttúrulega mannúðarsamtök í fjáröflun og hitt er orðið meira þjónusta fyrir sveitarfélögin.” Hún segir nauðsynlega þróun vera að eiga sér stað og að fyrirsagnir morgunsins kunni að hafa verið svolítið villandi. „Þetta skellur ekki á strax, heldur gerast þessar breytingar hægt og rólega yfir árið. Svo við erum enn þá að safna á fullu og erum bara að undirbúa þessar breytingar. Það hefur ekkert verið kynnt í sjálfu sér opinberlega. Þetta er gert í sátt við Sorpu og við erum spennt fyrir þessum breytingum.“ Fataverslanir áfram reknar með sama hætti Rauði krossinn rekur 19 verslanir um land allt og er stærsta fatakeðja á Íslandi. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en Guðbjörg segir að verslanirnar verði reknar áfram með sama hætti. „Þetta verður þannig að við förum út í okkar eigin söfnum sem verða aðskilin frá grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum. Það er það sem við ætlum að nota þennan tíma í núna, að endurskipuleggja. En við verðum í samstarfi við Sorpu, allavega til að byrja með.“ Rauði krossinn eigi mjög marga gáma sem verði nýttir áfram, og nú þurfi að staðsetja þá á góðum stöðum. Þá verði áfram hægt að koma með fatnað í Skútuvog þar sem flokkunarstöðin er. Eina breytingin verður að nú hætti Rauði krossinn að taka á móti ónýtum textíl. Rauði krossinn mun því halda áfram að taka á móti framlögum enn sem komið er, en þegar kemur að yfirfærslunni verður það vel kynnt. „Við höldum ótrauð áfram og erum spennt fyrir því að endurskipuleggja söfnunina okkar. Við hlökkum til að sjá þessi mál fara í góðan farveg,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins,
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira