Ísland stendur sig verr í að laða að hæfileikafólk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:54 Ísland er í fimmtánda sæti á listanum en fram kemur að frammistaða Íslands, Lúxemborgar og Bretlands hafi hrakað umtalsvert á undanförnum áratug. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm Sviss trónir efst á lista yfir þau ríki sem standa sig best í því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því. Singapúr er í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja. Þetta kemur fram í niðurstöðum Global Talent Competitiveness Index (GTCI) fyrir árið 2023 en listinn er unnin af franska viðskiptaháskólanum INSEAD. Euronews greinir frá. Sviss hefur verið í efsta sæti á listanum undanfarin áratug en þar spila inn í rífleg laun, pólitískur stöðugleiki og sterk félagshagfræðileg staða landsins. Sviss þykir skara fram úr þegar kemur að því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því.Vísir Singapúr skorar hátt þegar kemur skipulegri menntun, atvinnutækifærum og nýsköpunarhagkerfi. Þá standa Bandaríkin sig vel þegar kemur að framboði að háskólamenntun á heimsmælikvarða og stuðningi hvað varðar símenntun. Rannsóknin nær yfir 134 lönd víðsvegar um heiminn. Fyrir utan fyrrnefndu ríkin þrjú verma Danmörk, Holland, Finnland, Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Bretland tíu efstu sætin á listanum. Ísland er í fimmtánda sæti á listanum en fram kemur að frammistaða Íslands, Lúxemborgar og Bretlands hafi hrakað umtalsvert á undanförnum áratug. Frammistaða Ástralíu og Noregs hefur hins vegar batnað til muna. Á heimsvísu hafa Albanía, Indónesía og Azerbajdzhan náð mestum framförum í að laða að sér hæfileikafólk undafarin tíu ár. Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að á næstu tíu árum muni samkeppnin um hæfileikafólk harðna verulega, samhliða því að starfsumhverfið mun halda áfram að þróast. Framfarir í tækni á borð við gervigreind, vaxandi hagkerfi og auknar lífsgæðakröfur yngri kynslóða hafa þar veruleg áhrif. Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Global Talent Competitiveness Index (GTCI) fyrir árið 2023 en listinn er unnin af franska viðskiptaháskólanum INSEAD. Euronews greinir frá. Sviss hefur verið í efsta sæti á listanum undanfarin áratug en þar spila inn í rífleg laun, pólitískur stöðugleiki og sterk félagshagfræðileg staða landsins. Sviss þykir skara fram úr þegar kemur að því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því.Vísir Singapúr skorar hátt þegar kemur skipulegri menntun, atvinnutækifærum og nýsköpunarhagkerfi. Þá standa Bandaríkin sig vel þegar kemur að framboði að háskólamenntun á heimsmælikvarða og stuðningi hvað varðar símenntun. Rannsóknin nær yfir 134 lönd víðsvegar um heiminn. Fyrir utan fyrrnefndu ríkin þrjú verma Danmörk, Holland, Finnland, Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Bretland tíu efstu sætin á listanum. Ísland er í fimmtánda sæti á listanum en fram kemur að frammistaða Íslands, Lúxemborgar og Bretlands hafi hrakað umtalsvert á undanförnum áratug. Frammistaða Ástralíu og Noregs hefur hins vegar batnað til muna. Á heimsvísu hafa Albanía, Indónesía og Azerbajdzhan náð mestum framförum í að laða að sér hæfileikafólk undafarin tíu ár. Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að á næstu tíu árum muni samkeppnin um hæfileikafólk harðna verulega, samhliða því að starfsumhverfið mun halda áfram að þróast. Framfarir í tækni á borð við gervigreind, vaxandi hagkerfi og auknar lífsgæðakröfur yngri kynslóða hafa þar veruleg áhrif.
Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira