Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2024 19:01 Samninganefndir SA og ASÍ hafa sent skýr skilaboð um mikilvægi þess að fyrirtæki og stjórnvöld haldi aftur að verðhækkunum á nýju ári. Einhverjir virðast hafa kosið að skjóta skollaeyrum við því ákalli. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðisfélags Akraness, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sitja í samninganefndunum. Vísir/Einar Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. Breiðfylking innan ASÍ með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum hitti samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara á öðrum fundi sínum í morgun. Nefndirnar höfðu sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu milli jóla og nýárs þar sem hið opinbera og atvinnulíf voru beðin um að halda aftur af hækkunum á nýju ári. „Nú er ég búin að vera í þessu yfir 20 ár og ég hef aldrei áður tekið þátt í því að senda sameiginlega yfirlýsingu þar sem verið er að hvetja aðildarfyrirtæki SA til að stilla verðhækkunum í hóf svo við getum náð þessum markmiðum fyrir þjóðarsátt,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir samningafundinn hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hækkanir boðaðar hjá hinum opinbera Langflest sveitafrélög hafa þó boðað gjaldskrárhækkanir frá þremur prósentum upp í tíu prósent. Borgarráð sneri frá því að hækka álögur um ca. 5,5 prósent í 3,5 prósent. Nú vona samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.Vísir/Sara Samninganefndir SA og ASÍ telja hins vegar að víða sé tóninn að breytast. „ Það skiptir miklu máli að sveitarfélögin hafa stigið fram eitt af öðru og sagst ætla að endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA. Hún segir að í framtíðinni eigi að stefna að hóflegum hækkunum á ársgrundvelli. „Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður. Umtalsverðar verðhækkanir þrátt fyrir skilaboðin Víða hafa þó verið nokkrar gjaldskrárhækkanir frá áramótum, þannig hefur Strætó hækkað fargjöld um ellefu prósent. Sorpa hækkaði að meðaltali gjaldskrá um tólf prósent. Raforka hjá Orku náttúrunnar hækkaði um 8,5 prósent og almenn þjónustugjöld hjá Veitum hafa hækkað um tæp átta prósent. Jólamaturinn hækkaði frá sex til sautján prósentum milli ára. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Samninganefndirnar vilja sjá allt aðrar tölur á þessu ári. „Í lífskjarasamningunum 2019 var þak upp á tvö komma fimm prósent hækkun, við höfum verið að nefna þá tölu,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Ragnar Þór Ingólfsson segir að launaliðurinn sé aðeins lítill hluti samningsins miðað við núverandi forsendur. „Markmiðið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriðið í samanburði við hvað fólk getur fengið út úr svona samningi þar sem líka væri tekið á verðbólgu, velferðarmálum, húsnæðiskerfinu,“ segir Ragnar. Boltinn hjá stjórnvöldum Þau segja að boltinn sé nú hjá hinu opinbera sem þurfi líka að skoða framlög til velferðar-og húsnæðismála. Ríkissáttasemjari hafi umboð til að fá hið opinbera að borðinu. Takist samningar sé horft til langs tíma. Við lögðum til þriggja ára samning, SA fimm ára. Við stefnum því að millileið sem væri fjögurra ára samningur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Næsti samningafundur í kjaraviðræðunum er boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Breiðfylking innan ASÍ með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum hitti samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara á öðrum fundi sínum í morgun. Nefndirnar höfðu sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu milli jóla og nýárs þar sem hið opinbera og atvinnulíf voru beðin um að halda aftur af hækkunum á nýju ári. „Nú er ég búin að vera í þessu yfir 20 ár og ég hef aldrei áður tekið þátt í því að senda sameiginlega yfirlýsingu þar sem verið er að hvetja aðildarfyrirtæki SA til að stilla verðhækkunum í hóf svo við getum náð þessum markmiðum fyrir þjóðarsátt,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir samningafundinn hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hækkanir boðaðar hjá hinum opinbera Langflest sveitafrélög hafa þó boðað gjaldskrárhækkanir frá þremur prósentum upp í tíu prósent. Borgarráð sneri frá því að hækka álögur um ca. 5,5 prósent í 3,5 prósent. Nú vona samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.Vísir/Sara Samninganefndir SA og ASÍ telja hins vegar að víða sé tóninn að breytast. „ Það skiptir miklu máli að sveitarfélögin hafa stigið fram eitt af öðru og sagst ætla að endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA. Hún segir að í framtíðinni eigi að stefna að hóflegum hækkunum á ársgrundvelli. „Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður. Umtalsverðar verðhækkanir þrátt fyrir skilaboðin Víða hafa þó verið nokkrar gjaldskrárhækkanir frá áramótum, þannig hefur Strætó hækkað fargjöld um ellefu prósent. Sorpa hækkaði að meðaltali gjaldskrá um tólf prósent. Raforka hjá Orku náttúrunnar hækkaði um 8,5 prósent og almenn þjónustugjöld hjá Veitum hafa hækkað um tæp átta prósent. Jólamaturinn hækkaði frá sex til sautján prósentum milli ára. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Samninganefndirnar vilja sjá allt aðrar tölur á þessu ári. „Í lífskjarasamningunum 2019 var þak upp á tvö komma fimm prósent hækkun, við höfum verið að nefna þá tölu,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Ragnar Þór Ingólfsson segir að launaliðurinn sé aðeins lítill hluti samningsins miðað við núverandi forsendur. „Markmiðið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriðið í samanburði við hvað fólk getur fengið út úr svona samningi þar sem líka væri tekið á verðbólgu, velferðarmálum, húsnæðiskerfinu,“ segir Ragnar. Boltinn hjá stjórnvöldum Þau segja að boltinn sé nú hjá hinu opinbera sem þurfi líka að skoða framlög til velferðar-og húsnæðismála. Ríkissáttasemjari hafi umboð til að fá hið opinbera að borðinu. Takist samningar sé horft til langs tíma. Við lögðum til þriggja ára samning, SA fimm ára. Við stefnum því að millileið sem væri fjögurra ára samningur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Næsti samningafundur í kjaraviðræðunum er boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.
„Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira