Hann segir að skjálftinn stóri sem varð í dag merki að spennulosun á Reykjanesinu sé komin hressilega í gang.
„Þar af leiðandi fer það að gera sig klárt fyrir næstu hrinu því við verðum að byrja að losa spennuna áður en kvika kemst til yfirborðs,“ segir Ármann.
Hann segir að verði eldsumbrot á þessu svæði sem skjálftinn varð á er hætt við að hraun geti runnið í átt til Hafnarfjarðar. Því sé næsta skref að fara að skoða hverskonar eldgosavarnir sé hægt að setja þarna upp.
„Ég held að það sé engin spurning. Það er alltof mikið byggð þarna, bæði mikilvægt iðnaðarsvæði og svo stór íbúðabyggð. Menn verða að skoða það líka,“ segir Ármann.
Ármann er ekki fyrsti eldfjallafræðingurinn til þess að kalla eftir því að hugað verði að höfuðborgarsvæðinu á þessum eldsumbrotatímum sem eru í gangi núna. Haraldur Sigurðsson kallaði nýlega eftir því aðg ert yrði hættumat fyrir allt höfuðborgarsvæðið.