Leikurinn, sem ber hið einfalda nafn Kim Kardashian: Hollywood, snerist um það að spilarar léku karakter innan Hollywood-senunnar og áttu að reyna að afla sér sem flestra aðdáenda. Því fleiri aðdáendur sem þú áttir, því betri varstu í leiknum.

Aðdáendur sem höfðu aldrei eytt leiknum úr farsíma sínum eða spjaldtölvu þurfa þó ekki að hafa neinar áhyggjur, þeir geta haldið áfram að spila leikinn alveg þar til 8. apríl næstkomandi. Þá verður slökkt á vefþjóni hans.
„Ég er svo þakklát þeim sem spiluðu og elskuðu Kim Kardashian: Hollywood síðustu tíu ár. Þessi vegferð hefur þýtt svo mikið fyrir mig en ég hef áttað mig á því að ég þurfi að eyða orku minni í önnur áhugamál,“ segir Kardashian í samtali við TMZ.