Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 10:49 Hilmar Gunnarsson segir hóp þeirra Grindvíkinga sem enn greiði öll gjöld eftir rýmingu bæjarins ekki vita hvert þau geti leitað. Vísir Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. Hilmar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hilmar er með húsnæðislán hjá lífeyrissjóði og hefur greitt af láninu og öll önnur gjöld allt frá því að bærinn var rýmdur í nóvember. Hann segist sakna stuðnings frá yfirvöldum. Sitja eftir og borga „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum.“ Hilmar segir hópinn vera ráðalausan. Þau hafi mótmælt og beðið eftir aðgerðum frá stjórnvöldum án árangurs. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust, af því að við vitum ekkert hvað þetta ástand varir lengi,“ segir Hilmar. Hann segist telja um hundrað Grindvíkinga vera með lífeyrissjóðslán en hefur ekki fjölda leigjenda á hreinu. Hilmar var einn fárra sem hélt uppi á jólin ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekkert annað hafa komið til greina. Algjörlega föst Hilmar á von á því að skýrsla frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) um hús sitt birtist um mánaðarmótin næstu. Það gæti breytt stöðunni fyrir hann, reynist húsið ónýtt. „Þá gæti ég fengið það borgað út. Hugsanlega má ég kannski ekki byggja á lóðinni minni aftur. Þarf ég þá að fá aðra lóð í Grindavík? Fæ ég aðra lóð í Grindavík? Þarf ég að fara eitthvað annað? Það er mikil óvissa. Svo er líka fólkið sem er með heil hús og vill ekki koma til baka. Hvað á að gera fyrir þau?“ Þeim spurningum hefur ekki verið svarað? „Alls ekki. Ég get ekki keypt. Ég get ekki selt. Ég get ekki farið í endurfjármögnun. Við erum algjörlega föst.“ Sigurður Ingi hafi heitið stuðningi Hilmar segir hópinn ekkert hafa heyrt frá yfirvöldum. Þau séu ekki með neinn fulltrúa sem berjist fyrir þeirra málstað og þá segist Hilmar ekki hafa heyrt neinn í bæjarstjórn ræða mál þeirra. Þau viti ekki hvert þau eigi að snúa sér. „Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að hann myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Ríkisstjórnin myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Það hefur ekki raungerst.“ Spurður út í fjárhagsstöðu fólks í þessari stöðu, sem enn er að borga öll gjöld, íbúðalán í Grindavík, fasteignagjöld, hita, rafmagn, ofan í leigju fyrir húsnæði annarsstaðar, segir Hilmar ljóst að peningarnir séu að klárast. „Að sjálfsögðu. Fólk er komið þangað. Margir eru bara þar. Eru komnir í algjört þrot. Peningurinn er bara búinn. Hvernig á þetta að geta gengið upp? Fólk er að borga kannski sex, sjö, áttahundruð þúsund á mánuði.“ Fjárhagsáhyggjur ofan í röð áfalla „Ég hefði bara viljað sjá að þegar rýmingin var að þá hefði maður bara fengið þarna á mánudeginum frá ríkisstjórninni: „Heyrðu nú ætlum við að taka ríkisábyrgð á þessum skuldum í tvo, þrjá mánuði. Sjáum bara hvernig staðan verður eftir það og svo bara höldum við áfram.“ Hilmar segir það gríðarlega erfiðar aðstæður að þurfa að kljást við fjárhagsáhyggjur ofan í þá röð áfalla sem dunið hafi á Grindvíkingum. „Þetta er ekkert auðvelt. og fólk sem er bara núna komið í þrot, það hefur ekki einu sinni kraftinn til þess að berjast á móti. Og hvað á að gera? Á bara að bíða eftir því að þetta fólk fari á hausinn? Að við förum öll á hausinn?“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Hilmar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hilmar er með húsnæðislán hjá lífeyrissjóði og hefur greitt af láninu og öll önnur gjöld allt frá því að bærinn var rýmdur í nóvember. Hann segist sakna stuðnings frá yfirvöldum. Sitja eftir og borga „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum.“ Hilmar segir hópinn vera ráðalausan. Þau hafi mótmælt og beðið eftir aðgerðum frá stjórnvöldum án árangurs. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust, af því að við vitum ekkert hvað þetta ástand varir lengi,“ segir Hilmar. Hann segist telja um hundrað Grindvíkinga vera með lífeyrissjóðslán en hefur ekki fjölda leigjenda á hreinu. Hilmar var einn fárra sem hélt uppi á jólin ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekkert annað hafa komið til greina. Algjörlega föst Hilmar á von á því að skýrsla frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) um hús sitt birtist um mánaðarmótin næstu. Það gæti breytt stöðunni fyrir hann, reynist húsið ónýtt. „Þá gæti ég fengið það borgað út. Hugsanlega má ég kannski ekki byggja á lóðinni minni aftur. Þarf ég þá að fá aðra lóð í Grindavík? Fæ ég aðra lóð í Grindavík? Þarf ég að fara eitthvað annað? Það er mikil óvissa. Svo er líka fólkið sem er með heil hús og vill ekki koma til baka. Hvað á að gera fyrir þau?“ Þeim spurningum hefur ekki verið svarað? „Alls ekki. Ég get ekki keypt. Ég get ekki selt. Ég get ekki farið í endurfjármögnun. Við erum algjörlega föst.“ Sigurður Ingi hafi heitið stuðningi Hilmar segir hópinn ekkert hafa heyrt frá yfirvöldum. Þau séu ekki með neinn fulltrúa sem berjist fyrir þeirra málstað og þá segist Hilmar ekki hafa heyrt neinn í bæjarstjórn ræða mál þeirra. Þau viti ekki hvert þau eigi að snúa sér. „Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að hann myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Ríkisstjórnin myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Það hefur ekki raungerst.“ Spurður út í fjárhagsstöðu fólks í þessari stöðu, sem enn er að borga öll gjöld, íbúðalán í Grindavík, fasteignagjöld, hita, rafmagn, ofan í leigju fyrir húsnæði annarsstaðar, segir Hilmar ljóst að peningarnir séu að klárast. „Að sjálfsögðu. Fólk er komið þangað. Margir eru bara þar. Eru komnir í algjört þrot. Peningurinn er bara búinn. Hvernig á þetta að geta gengið upp? Fólk er að borga kannski sex, sjö, áttahundruð þúsund á mánuði.“ Fjárhagsáhyggjur ofan í röð áfalla „Ég hefði bara viljað sjá að þegar rýmingin var að þá hefði maður bara fengið þarna á mánudeginum frá ríkisstjórninni: „Heyrðu nú ætlum við að taka ríkisábyrgð á þessum skuldum í tvo, þrjá mánuði. Sjáum bara hvernig staðan verður eftir það og svo bara höldum við áfram.“ Hilmar segir það gríðarlega erfiðar aðstæður að þurfa að kljást við fjárhagsáhyggjur ofan í þá röð áfalla sem dunið hafi á Grindvíkingum. „Þetta er ekkert auðvelt. og fólk sem er bara núna komið í þrot, það hefur ekki einu sinni kraftinn til þess að berjast á móti. Og hvað á að gera? Á bara að bíða eftir því að þetta fólk fari á hausinn? Að við förum öll á hausinn?“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira