Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 13:28 Þessi hefur útvegað sér mannbrodda, sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Vísir/Vilhelm Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. „Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn. Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
„Þetta er stóraukning, sérstaklega í þessari viku og vikuna fyrir jól. Ef við gefum okkur ákveðið meðaltal þá er þetta 400 prósent aukning á sölu miðað við síðustu tíu vikurnar fyrir jólin,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalann segir í samtali við fréttastofu umtalsverðan fjölda fólks hafa leitað á bráðamóttökuna eftir hálkuslys síðustu daga. Þá hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðið í ströngu við að hálkuverja götur og gangstéttir en virðist illa hafa gengið. Seltjarnarnesbær varaði til að mynda íbúa sína við því á Facebook að fara óvarlega á ferðum sínum vegna hálkunnar. Seltjarnarnesbær varaði íbúa sína við hálkunni í gær.Vísir Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta allan gærdag en það dugað skammt þar sem þiðni og frjósi aftur um leið. Þá minnti sveitarfélagið íbúa á að öllum væri frjálst að sækja salt í gulu kisturnar, sem finna má víða á Seltjarnarnesi en einnig sand fyrir utan Þjónustumiðstöðina á Austurströnd 1. Í Reykjavík geta íbúar nálgast salt og sand á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar við Stórhöfða. Jafnframt eru kistur fullar af salti og sandi aðgengilegar fyrir utan hverfastöðvarnar á Fiskislóð og Jafnaseli. Í Kópavogi eru saltkistur víða og finna má staðsetningu þeirra á þessu korti. Í Hafnarfirði er hægt að fá sand í Þjónustumiðstöðinni Norðurhellu 2 en saltkistur eru víða um bæinn.
Seltjarnarnes Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Styttir víða upp og rofar til Nú í morgunsárið eru austan fimm til þrettán metrar sekúndu á landinu og einhver rigning eða slydda í mörgum landshlutum. 3. janúar 2024 07:21
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02