Orkuskiptaárið 2023 Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. janúar 2024 16:01 Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi. Hafa ber í huga að þó hér sé fjallað um orkuskipti bifreiða þá eru hagkvæmustu orkuskiptin alltaf að finna í breyttum ferðavenjum, þ.e. að nota bifreiðar hreinlega minna, með göngu, hjólreiðum, almenningssamgöngum og heimavinnu. Nýskráningar bifreiða Samkvæmt Samgöngustofu voru rétt tæplega 24 þúsund bifreiðar nýskráðar á göturnar á síðasta ári. Þar af voru tæplega 11 þúsund hreinir rafbílar. Helmingur allra nýskráðra fólksbíla voru hreinir rafbílar sem segir ekki alla söguna því sláandi munur er á nýskráningum heimila og bílaleigna. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla utan bílaleiga var 71% og 82% ef tengiltvinnbílum er bætt við. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla var á sama tíma aðeins 16% hjá bílaleigum. Markaðshlutdeild hreinna rafbíla var því afgerandi þegar kemur að nýskráningum heimilisbíla og almennra fyrirtækja þrátt fyrir að 5% vörugjöld hafi verið lögð á rafbíla 2023 og bifreiðagjöld hækkuð. Hæst var hlutfall nýskráðra raf-fólksbíla í desember en þá voru 85% allra nýskráðra fólksbíla hreinir rafbílar eða 1.432 stk. Bifreiðaflotinn Einokun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum hefur svo sannarlega verið rofin. Nú eru yfir 28 þúsund rafbílar í flotanum og 52 þúsund þegar metan- og tengiltvinnbifreiðum er bætt við. Rúmlega 18% bifreiðaflotans í umferð getur því gengið að hluta eða öllu leyti í á hreinni íslenskri orku. Þetta skiptir miklu máli fyrir orkuöryggi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Án þessara orkuskipta værum við gróflega að flytja inn 40 milljónum fleiri lítra af olíu en við gerum nú þegar. Þetta samsvarar um 250 þúsund olíutunnum eða rúmlega 700 tunnum á dag. Orkuöryggi Íslands er því kvartmilljón tunnum meira en það væri ef engin orkuskipti hefðu orðið. Losun gróðurhúsalofttegunda væri líka rúmlega 100 þúsund tonnum meiri ef orkuskiptin hefðu ekki komið til. Fylgjast má með þróun orkuskipta á síðum Orkustofnunar og Orkuseturs. Breytt skatta- og ívilnanaumhverfi Miklar breytingar á skatta- og ívilnanaumhverfi rafbíla tóku gildi nú um áramót þar sem kílómetragjald var tekið upp fyrir rafbíla þar sem þeir borga 6 kr/km. Með þessum breytingum borga rafbílar samsvarandi gjöld til ríkissjóðs og bensín- og dísilbílar gera nú í gegnum bensín- og olíugjöld á dælu. Stefnan er að sama kílómetragjald leggist á bensín- og dísilbíla á næsta ári. Með þessum breytingum má segja að rafbílar njóti engra ívilnana í rekstri og borgi jafnmikið til reksturs og viðhalds vegakerfisins eins og aðrir bílar. Frábær orkunýtni rafbíla tryggir þó að áfram verða rafbílar mun ódýrari í rekstri en sambærilegir bensín og dísilbílar. Nú um áramótin féll niður VSK ívilnun fyrir rafbíla sem gat að hámarki orðið 1.320 þús. kr. Nýtt stuðningskerfi var tekið upp þar sem sem hægt verður að sækja um fjárfestingastyrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Nýjar fólksbifreiðar sem kosta undir 10 milljónum króna fá styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Nýjar sendibifreiðar sem kosta undir 10 milljónum fá styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Áfram verður því í boði styrkur fyrir flestar gerðir raf-fólksbíla þó að styrkupphæðin sé að jafnaði minni en sem nam VSK afslættinum. Styrkurinn er hærri en býðst í flestum Evrópuríkjum í kringum okkur en spurningin er hvort þessar breytingar hægi á orkuskiptum eða að lækkun á framleiðslukostnaði rafbíla og aukið úrval og gæði tryggi áframhaldandi kraft í orkuskiptum íslenska bílaflotans. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Árið 2023 var nokkuð farsælt hvað varðar orkuskipti í vegasamgöngum. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á íslenskri ábyrgð og því afar mikilvægt að orkuskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig á þeim vettvangi. Hafa ber í huga að þó hér sé fjallað um orkuskipti bifreiða þá eru hagkvæmustu orkuskiptin alltaf að finna í breyttum ferðavenjum, þ.e. að nota bifreiðar hreinlega minna, með göngu, hjólreiðum, almenningssamgöngum og heimavinnu. Nýskráningar bifreiða Samkvæmt Samgöngustofu voru rétt tæplega 24 þúsund bifreiðar nýskráðar á göturnar á síðasta ári. Þar af voru tæplega 11 þúsund hreinir rafbílar. Helmingur allra nýskráðra fólksbíla voru hreinir rafbílar sem segir ekki alla söguna því sláandi munur er á nýskráningum heimila og bílaleigna. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla utan bílaleiga var 71% og 82% ef tengiltvinnbílum er bætt við. Nýskráningarhlutfall raf-fólksbíla var á sama tíma aðeins 16% hjá bílaleigum. Markaðshlutdeild hreinna rafbíla var því afgerandi þegar kemur að nýskráningum heimilisbíla og almennra fyrirtækja þrátt fyrir að 5% vörugjöld hafi verið lögð á rafbíla 2023 og bifreiðagjöld hækkuð. Hæst var hlutfall nýskráðra raf-fólksbíla í desember en þá voru 85% allra nýskráðra fólksbíla hreinir rafbílar eða 1.432 stk. Bifreiðaflotinn Einokun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum hefur svo sannarlega verið rofin. Nú eru yfir 28 þúsund rafbílar í flotanum og 52 þúsund þegar metan- og tengiltvinnbifreiðum er bætt við. Rúmlega 18% bifreiðaflotans í umferð getur því gengið að hluta eða öllu leyti í á hreinni íslenskri orku. Þetta skiptir miklu máli fyrir orkuöryggi, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Án þessara orkuskipta værum við gróflega að flytja inn 40 milljónum fleiri lítra af olíu en við gerum nú þegar. Þetta samsvarar um 250 þúsund olíutunnum eða rúmlega 700 tunnum á dag. Orkuöryggi Íslands er því kvartmilljón tunnum meira en það væri ef engin orkuskipti hefðu orðið. Losun gróðurhúsalofttegunda væri líka rúmlega 100 þúsund tonnum meiri ef orkuskiptin hefðu ekki komið til. Fylgjast má með þróun orkuskipta á síðum Orkustofnunar og Orkuseturs. Breytt skatta- og ívilnanaumhverfi Miklar breytingar á skatta- og ívilnanaumhverfi rafbíla tóku gildi nú um áramót þar sem kílómetragjald var tekið upp fyrir rafbíla þar sem þeir borga 6 kr/km. Með þessum breytingum borga rafbílar samsvarandi gjöld til ríkissjóðs og bensín- og dísilbílar gera nú í gegnum bensín- og olíugjöld á dælu. Stefnan er að sama kílómetragjald leggist á bensín- og dísilbíla á næsta ári. Með þessum breytingum má segja að rafbílar njóti engra ívilnana í rekstri og borgi jafnmikið til reksturs og viðhalds vegakerfisins eins og aðrir bílar. Frábær orkunýtni rafbíla tryggir þó að áfram verða rafbílar mun ódýrari í rekstri en sambærilegir bensín og dísilbílar. Nú um áramótin féll niður VSK ívilnun fyrir rafbíla sem gat að hámarki orðið 1.320 þús. kr. Nýtt stuðningskerfi var tekið upp þar sem sem hægt verður að sækja um fjárfestingastyrk til rafbílakaupa hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Umsækjendur fara inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og ganga frá umsóknum með auðveldum hætti. Styrkur greiðist á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar. Nýjar fólksbifreiðar sem kosta undir 10 milljónum króna fá styrk að upphæð 900 þúsund krónur. Nýjar sendibifreiðar sem kosta undir 10 milljónum fá styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Áfram verður því í boði styrkur fyrir flestar gerðir raf-fólksbíla þó að styrkupphæðin sé að jafnaði minni en sem nam VSK afslættinum. Styrkurinn er hærri en býðst í flestum Evrópuríkjum í kringum okkur en spurningin er hvort þessar breytingar hægi á orkuskiptum eða að lækkun á framleiðslukostnaði rafbíla og aukið úrval og gæði tryggi áframhaldandi kraft í orkuskiptum íslenska bílaflotans. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar