Bjartsýnn fyrir fund með stjórnvöldum á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 22:31 Vilhjálmur Birgisson er vongóður um að hægt verði að gera nýja kjarasamninga fyrir lok mánaðarins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vongóður fyrir fund verkalýðsforystunnar með stjórnvöldum á morgun. Forsætisráðherra boðaði verkalýðsforystuna til fundarins. Á fundinum verða auk Vilhjálms Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Eiður Stefánsson fyrir Landssamband verslunarmanna og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn. „Við munum fara yfir okkar áherslur og hvernig þeirra aðkoma þarf að vera. Að því sem ég vil kalla þjóðarsátt. Hvernig það geti raungerst og aðkoma stjórnvalda skiptir þar miklu máli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mikinn ávinning fyrir bæði ríki og sveitarfélög að fara þessa leið og að ávinningurinn sé miklu meiri en kostnaðurinn sem myndi skapast við að fara hana ekki. Hann segir verkalýðsforystuna hafa átt í óformlegum samskiptum við stjórnvöld og að þau samskipti hafi verið góð. Á fundinum á morgun verði samskiptin formlegri og að þar verði lögð fram sundurliðaðar áherslur verkalýðsforystunnar. „Það er líka til að auðvelda þeim að stilla upp og mæla út frá hinum ýmsu líkönum þegar slíkt er gert,“ segir hann og að það sem komi að stjórnvöldum lúti að miklu leyti að tilfærslukerfunum og húsnæðismálum. „Það þarf að ná tökum á húsnæðisvandanum hérna. En við munum fara yfir þessi mál með þeim á fundinum á morgun,“ segir Vilhjálmur en hann á von á því að nokkrir ráðherrar auk forsætisráðherra og oddvitar flokkanna verði á fundinum. Hann segist eiga von á því að á fundinum á morgun fari fram umræður og svo í kjölfarið taki annað við. Eins og til dæmis einhvers konar greiningarvinna. „Við höfum tíma núna. Við stefnum að því að ná að ganga frá nýjum kjarasamningi áður en sá eldri rennur út. Þá höfum við út janúar til að gera það og ég ætla að leyfa mér, á þessari stundu, að vera vongóður um það. Það er einbeittur vilji hjá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að það raungerist.“ Sveitarfélögin næst Hann segir að verkalýðsforystan eigi í kjölfarið eftir að heyra í sveitarfélögunum og að í næstu viku verði óskað eftir fundum með forsvarsfólki Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir þessi mál. „Ávinningurinn fyrir sveitarfélögin að þetta takist til er gríðarlegur í ljósi erfiðrar skuldastöðu margra sveitarfélaga. Þau eru með verðtryggðar skuldir þannig það liggur alveg fyrir að það að ná niður verðbólgu og vöxtum mun bæta stöðu sveitarfélaga umtalsvert. Þannig er ávinningur þeirra að taka þátt í þessu verkefni mjög mikill,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það einbeittan vilja verkalýðsfélaganna að vinna að þessu því það þurfi að gera meira en að vinna að hófstilltum launahækkunum til að bæta kjör félagsmanna. Þau vinni að því að ná niður vöxtum og verðbólgu til að auka ráðstöfunartekjur. „Það skiptir höfuðmáli líka að aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins taki þátt í þessu. Haldi aftur af verðlagshækkunum eins og þau mögulega geta. Ef allir gera þetta mun okkur farnast betur að ná okkar markmiðum og verðbólgan mun lækka mun hraðar ef allir taka þátt.“ Hvernig líður þér núna fyrir fundinn? „Ég er mjög bjartsýnn á að allir séu að átta sig á mikilvægi þess að við förum þessa leið sem lýtur að þessari þjóðarsátt. Þar sem hagsmunir þjóðarinnar í heild sinni verða hafðir að leiðarljósi og við náum tökum á þessari verðbólgu sem hefur verið að hrjá okkur allt of lengi og gríðarlegu háu vaxtastigi. Það er sameiginlegt markmið okkar allra að ná góðum árangri og það mun skila sér í mun betri lífsskilyrðum okkar allra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Á fundinum verða auk Vilhjálms Ragnar Þór Ingólfsson fyrir VR, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir Eflingu, Eiður Stefánsson fyrir Landssamband verslunarmanna og Hilmar Harðarson fyrir Samiðn. „Við munum fara yfir okkar áherslur og hvernig þeirra aðkoma þarf að vera. Að því sem ég vil kalla þjóðarsátt. Hvernig það geti raungerst og aðkoma stjórnvalda skiptir þar miklu máli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mikinn ávinning fyrir bæði ríki og sveitarfélög að fara þessa leið og að ávinningurinn sé miklu meiri en kostnaðurinn sem myndi skapast við að fara hana ekki. Hann segir verkalýðsforystuna hafa átt í óformlegum samskiptum við stjórnvöld og að þau samskipti hafi verið góð. Á fundinum á morgun verði samskiptin formlegri og að þar verði lögð fram sundurliðaðar áherslur verkalýðsforystunnar. „Það er líka til að auðvelda þeim að stilla upp og mæla út frá hinum ýmsu líkönum þegar slíkt er gert,“ segir hann og að það sem komi að stjórnvöldum lúti að miklu leyti að tilfærslukerfunum og húsnæðismálum. „Það þarf að ná tökum á húsnæðisvandanum hérna. En við munum fara yfir þessi mál með þeim á fundinum á morgun,“ segir Vilhjálmur en hann á von á því að nokkrir ráðherrar auk forsætisráðherra og oddvitar flokkanna verði á fundinum. Hann segist eiga von á því að á fundinum á morgun fari fram umræður og svo í kjölfarið taki annað við. Eins og til dæmis einhvers konar greiningarvinna. „Við höfum tíma núna. Við stefnum að því að ná að ganga frá nýjum kjarasamningi áður en sá eldri rennur út. Þá höfum við út janúar til að gera það og ég ætla að leyfa mér, á þessari stundu, að vera vongóður um það. Það er einbeittur vilji hjá Samtökum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að það raungerist.“ Sveitarfélögin næst Hann segir að verkalýðsforystan eigi í kjölfarið eftir að heyra í sveitarfélögunum og að í næstu viku verði óskað eftir fundum með forsvarsfólki Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fara yfir þessi mál. „Ávinningurinn fyrir sveitarfélögin að þetta takist til er gríðarlegur í ljósi erfiðrar skuldastöðu margra sveitarfélaga. Þau eru með verðtryggðar skuldir þannig það liggur alveg fyrir að það að ná niður verðbólgu og vöxtum mun bæta stöðu sveitarfélaga umtalsvert. Þannig er ávinningur þeirra að taka þátt í þessu verkefni mjög mikill,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það einbeittan vilja verkalýðsfélaganna að vinna að þessu því það þurfi að gera meira en að vinna að hófstilltum launahækkunum til að bæta kjör félagsmanna. Þau vinni að því að ná niður vöxtum og verðbólgu til að auka ráðstöfunartekjur. „Það skiptir höfuðmáli líka að aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins taki þátt í þessu. Haldi aftur af verðlagshækkunum eins og þau mögulega geta. Ef allir gera þetta mun okkur farnast betur að ná okkar markmiðum og verðbólgan mun lækka mun hraðar ef allir taka þátt.“ Hvernig líður þér núna fyrir fundinn? „Ég er mjög bjartsýnn á að allir séu að átta sig á mikilvægi þess að við förum þessa leið sem lýtur að þessari þjóðarsátt. Þar sem hagsmunir þjóðarinnar í heild sinni verða hafðir að leiðarljósi og við náum tökum á þessari verðbólgu sem hefur verið að hrjá okkur allt of lengi og gríðarlegu háu vaxtastigi. Það er sameiginlegt markmið okkar allra að ná góðum árangri og það mun skila sér í mun betri lífsskilyrðum okkar allra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01